Fara í innihald

Árbær

Hnit: 64°06′49″N 21°47′28″V / 64.11361°N 21.79111°V / 64.11361; -21.79111
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°06′49″N 21°47′28″V / 64.11361°N 21.79111°V / 64.11361; -21.79111

Elliðaárvirkjun í Árbæ.
Kort sem sýnir Árbæjarhverfi.

Árbær er eitt af fjölmennustu hverfum Reykjavíkurborgar, nefnt í höfuðið á býli sem þar stóð áður. Þar er Árbæjarsafn, þar sem eru varðveitt mörg söguleg hús í Reykjavík. Þar er líka Árbæjarlaug. Íþróttafélagið í hverfinu heitir Fylkir.

Til Árbæjarhverfis teljast Selás, Árbær, Ártúnsholt, Bæjarháls og Norðlingaholt.

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til austur og suðurs með sveitarfélagamörkum um HólmsheiðiElliðavatni, Elliðaám, syðri kvísl og Reykjanesbraut.

Íbúar Árbæjarhverfis voru 11.974 árið 2023.[1]

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
Mér líst bara vel á þessa tillögu. En er ekki hyggilegast að friðlýsa fyrst Árbæjarhverfi, og ef það gefst vel, að friðlýsa þá allt höfuðborgarsvæðið í framhaldinu?
 
Davíð Oddsson á borgarstjórnarfundi, eftir að Kvennalistinn í borgarstjórn hafði borið fram tillögu um að friðlýsa Reykjavík.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Mannfjöldi eftir hverfum í Reykjavík, kyni og aldri 1. janúar 2011-2023“. Hagstofa Íslands.
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.