Ártúnsholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ártúnsholt, oft kallað Ártún, er hverfi í Reykjavík sem hluti er af Árbæjarhverfi og er kennt við býlið Ártún. Hverfið var byggt á níunda áratugnum og hefur póstnúmerið 110. Öll götuheiti í hverfinu hafa annaðhvort endinguna -kvísl eða -hyl, að undantöldu aðalgötunum Straumur og Strengur og götunni Árkvörn. Í Árkvörn er hverfisgrunnskólinn Ártúnsskóli og leikskólinn Kvarnaborg. Í Ártúnsskóla eru grænar peysur skólabúningur skólans. Skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006. Fyrirhugað er að sameina Ártúnsskóla, Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel. Íþróttafélag hverfisins er Fylkir. Í Ártúnsbrekku er liggur Vesturlandsvegur. Í brekkunni er einnig endurgjaldslaus skíðalyfta á veturna og 18 holu púttvöllur á sumrin.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.