Fara í innihald

Blaðamannafélag Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blaðamannafélag Íslands er stéttarfélag íslenskra blaðamanna. Það var stofnað 18. nóvember 1897. Félagar eru rúmlega 600 talsins.

Í lögum félagsins segir að hlutverk þess sé að gæta stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Aðild hljóta þeir sem sækja um og starfa við fjölmiðla. Málsgagn félagsins nefnist Blaðamaðurinn, það kom síðast úr í september 2004. Blaðamannafélag Íslands er aðili að Alþjóða blaðamannasambandinu sem og Norræna blaðamannasambandinu.

Stjórn er kosin hvert vor á aðalfundi félagsins.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands starfar eftir siðareglum félagsins. Siðanefndin samastendur af fimm mönnum. Aðalfundur kýs formann, varaformann og meðnefndarmann og varamenn þeirra. Útgefendur tilnefna einn í nefndina og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands einn. Kærumálum er beint til siðanefndar, kjósi hún að taka kæru til umfjöllunar ber henni að dæma og birta í fjölmiðlum úrskurð sem getur verið af þrennun toga a) ámælisvert, b) alvarlegt og c) mjög alvarlegt. Sé mál talið enn alvarlegra fer það fyrir stjórn Blaðamannafélagsins sem ákveður hvað skuli til bragðs taka.

Kunnir formenn

[breyta | breyta frumkóða]

Ýmsir kunnir einstaklingar hafa gegnt formennsku í Blaðamannafélaginu, má þar nefna Eið Svanberg Guðnason, Róbert Marshall og Lúðvík Geirsson.