Hjálendur Bandaríkjanna
Útlit
Hjálendur Bandaríkjanna nefnast þau yfirráðasvæði Bandaríkjanna sem tilheyra engu hinna 50 fylkja eða Washington D.C. sem telst vera alríkissvæði. Allt eru þetta eyjar í Kyrrahafi og Karíbahafi, sumar þeirra byggðar en flestar óbyggðar. Staða þessara svæða er einnig misjöfn, sum þeirra njóta nánast fullrar sjálfstjórnar.
Margir íbúar hjálendnanna teljast bandarískir ríkisborgarar en þeir borga ekki skatta til bandarísku alríkisstjórnarinnar og taka ekki þátt í forsetakosningum, né heldur kjósa þeir þingmenn með atkvæðisrétt á Bandaríkjaþing (Púertó Ríkó kýs þó áheyrnarfulltrúa).