Mexíkóflói
Útlit
Mexíkóflói er stór flói sem gengur inn af Karíbahafi milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kúbu. Flóinn tengist við Karíbahaf um Júkatansund milli Júkatanskaga og Kúbu og við Atlantshaf um Flórídasund milli Flórída og Kúbu.
Amerigo Vespucci var fyrsti evrópski landkönnuðurinn sem sigldi um flóann árið 1497.
Golfstraumurinn á upptök sín í Mexíkóflóa.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mexíkóflóa.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Mexíkóflói.