Fara í innihald

Mexíkóflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir helstu borgir við Mexíkóflóa

Mexíkóflói er stór flói sem gengur inn af Karíbahafi milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kúbu. Flóinn tengist við Karíbahaf um Júkatansund milli Júkatanskaga og Kúbu og við Atlantshaf um Flórídasund milli Flórída og Kúbu.

Amerigo Vespucci var fyrsti evrópski landkönnuðurinn sem sigldi um flóann árið 1497.

Golfstraumurinn á upptök sín í Mexíkóflóa.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.