Flórídasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd sem sýnir Flórídasund.

Flórídasund er sund milli eyjarinnar Kúbu og eyjanna Florida Keys sunnan við Flórídaskaga í Norður-Ameríku. Sundið tengir Mexíkóflóa við Atlantshaf. Það er 150 km breitt þar sem það er grennst milli Key West og strönd Kúbu og hefur mælst allt að 1830 metra djúpt. Flórídastraumurinn, fyrsti hluti Golfstraumsins, rennur um sundið.

Efnahagslögsögur Bandaríkjanna og Kúbu koma saman í sundinu miðju, samkvæmt samningi frá 1977. Reynt hefur verið að bora eftir olíu í sundinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.