Skagaströnd
Útlit
(Endurbeint frá Höfðakaupstaður)
Sveitarfélagið Skagaströnd | |
---|---|
Hnit: 65°50′N 20°19′V / 65.833°N 20.317°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Skagaströnd |
Stjórnarfar | |
• Sveitarstjóri | Alexandra Jóhannesdóttir |
Flatarmál | |
• Samtals | 53 km2 |
• Sæti | 57. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 457 |
• Sæti | 50. sæti |
• Þéttleiki | 8,62/km2 |
Póstnúmer | 545 |
Sveitarfélagsnúmer | 5609 |
Vefsíða | skagastrond |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skagaströnd.
Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.
Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur.
Skagstrendingar voru fyrstir til að fá í flota sinn frystitogara árið 1982, bar hann nafnið Örvar HU-21 og var smíðaður á Akureyri.
Fyrir ofan bæinn stendur fjallið Spákonufell og dregur það nafn sitt af gamalli þjóðsögu um spákonuna Þórdísi. Ef horft er á fjallið úr norðri eða suðri þykjast glöggir sjá andlit Þordísar steingervt í borgina.
Þekktir íbúar
[breyta | breyta frumkóða]- Hallbjörn Hjartarson, kántrísöngvari.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.