Fara í innihald

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eurovision 2012)
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 2012
Light Your Fire!
Dagsetningar
Undanúrslit 122. maí 2012
Undanúrslit 224. maí 2012
Úrslit26. maí 2012
Umsjón
VettvangurBaku Crystal Hall
Bakú, Aserbaísjan
Kynnar
FramkvæmdastjóriJon Ola Sand
Sjónvarpsstöðİctimai Televiziya (İTV)
Vefsíðaeurovision.tv/event/baku-2012 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda42
Frumraun landaEngin
Endurkomur landa
Taka ekki þátt
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
  •   Komst ekki áfram úr undanúrslitum
  •   Lönd sem hafa tekið þátt en ekki árið 2012
Kosning
KosningakerfiHvert land gefur sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga.
Sigurvegari Svíþjóð
Loreen
Sigurlag„Euphoria“
2011 ← Eurovision → 2013

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012 var 57. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og var haldin í Bakú í Aserbaísjan eftir að Ell og Nikki unnu keppnina árið 2011 með laginu „Running Scared“. Undankeppnirnar tvær verða haldnar þann 22. maí og 24. maí 2012, og aðalkeppnin verður haldin þann 26. maí 2012. Tíu lönd frá hvorri undankeppni munu komast áfram í aðalkeppnina ásamt Aserbaísjan, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, og Spáni. Fjörutíu og tvö lönd munu taka þátt í keppninni, þar á meðal mun Svartfjallaland snúa aftur, en Pólland og Armenía draga sig í hlé.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti þann 16. maí 2011 byggingu tónlistarhúss fyrir söngvakeppnina í Bakú. Húsið var nefnt „Kristalshöllin“ og átti að taka 23.000 manns.[1] Þann 4. ágúst 2011 hófst vinna á húsinu, íþróttavöllurinn Tofiq Bahramov í Bakú, sem var þá lokaður vegna viðgerða, var sagður vera varamöguleiki fyrir keppnina. Þann 8. september 2011 var síðan loksins staðfest að kristalshöllin yrði notuð fyrir keppnina. Þó að rúmtak salarins sé í heildina 23.000 manns, munu aðeins 16.000 geta keypt sér miða á hverja keppni sem er töluvert færra en hefur verið á síðustu árum. Ýmis mannréttindasamtök, þar á meðal Mannréttindavaktin og Amnesty International, hafa gagnrýnt stjórnvöld Aserbaísjan fyrir að flytja íbúa í húsum nálægt tónlistarhúsinu burtu með valdi svo að hægt verði að rífa niður íbúðir og byggja í kringum höllina. Fram kom í yfirlýsingu BBC að ekkert niðurrif hefði verið nauðsynleg fyrir byggingu hallarinnar og að ekki hafi þurft að flytja neinn í burtu vegna byggingu hennar.


Þáttakendur

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrri undankeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Aserbaísjan, Ítalía og Spánn munu kjósa í fyrri undankeppninni.

Númer[2] Land[3] Tungumál[4] Flytjandi[5] Lag[5] Þýðing Sæti Stig
01 Fáni Svartfjallalands Svartfjallaland enska[6] Rambo Amadeus "Euro Neuro"  — 15 20
02 Fáni Íslands Ísland enska Greta Salóme & Jónsi "Never Forget" Gleymdu aldrei 8 75
03 Fáni Grikklands Grikkland enska Eleftheria Eleftheriou "Aphrodisiac" Ástardrykkur 4 116
04 Fáni Lettlands Lettland enska Anmary "Beautiful Song" Fallegt lag 16 17
05 Fáni Albaníu Albanía albanska[7] Rona Nishliu "Suus" Einkamál 2 146
06 Fáni Rúmeníu Rúmenía spænska, enska Mandinga "Zaleilah"  — 3 120
07 Fáni Sviss Sviss enska Sinplus "Unbreakable" Óbrjótandi 11 45
08 Fáni Belgíu Belgía enska[8] Iris "Would You?" Myndir þú? 17 16
09 Fáni Finnlands Finnland sænska Pernilla Karlsson "När jag blundar" Er ég loka augunum 12 41
10 Fáni Ísraels Ísrael enska, hebreska Izabo "Time" Tími 13 33
11 Fáni San Marínó San Marínó enska Valentina Monetta "The Social Network Song" 14 31
12 Fáni Kýpur Kýpur enska Ivi Adamou "La La Love" Á-á-ást 7 91
13 Fáni Danmerkur Danmörk enska Soluna Samay "Should've Known Better" Hefð'átt að vita betur 9 63
14 Fáni Rússlands Rússland údmúrtíska, enska Buranovskiye Babushki "Party for Everybody" Teiti fyrir alla 1 152
15 Fáni Ungverjalands Ungverjaland enska Compact Disco "Sound of Our Hearts" Hljómur hjarta okkar beggja 10 52
16 Fáni Austurríkis Austurríki þýska Tracksittaz "Woki mit deim Popo" Hristu rassinn þinn 18 8
17 Fáni Moldóvu Moldóva enska Pasha Parfeny "Lăutar" Lăutari (heiti fyrir hefðbundinn listamann) 5 100
18 Fáni Írlands Írland enska Jedward "Waterline" Vatnslínan 6 92

Seinni undankeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Frakkland, Þýskaland og Bretland munu kjósa í seinni undankeppninni.

Númer Land Tungumál Flytjandi Lag Þýðing Sæti Stig
01 Fáni Serbíu Serbía serbneska Željko Joksimović "Nije ljubav stvar"
(Није љубав ствар)
Ástin er ekki gripur 2 159
02 Fáni Makedóníu Makedónía makedónska Kaliopi "Crno i belo" (Црно и бело) Svart og hvítt 9 53
03 {{{2}}} Holland enska Joan Franka "You and Me" Þú og ég 15 35
04 Fáni Möltu Malta enska Kurt Calleja "This Is the Night" Þetta er nóttin 7 70
05 Fáni Hvíta-Rússlands Hvíta-Rússland enska Litesound "We Are the Heroes" Við erum hetjurnar 16 35
06 Portúgal portúgalska Filipa Sousa "Vida minha" Lífið mitt 13 39
07 Fáni Úkraínu Úkraína enska Gaitana "Be My Guest" Gjörðu svo vel 8 64
08 {{{2}}} Búlgaría búlgarska Sofi Marinova "Love Unlimited" Ótakmörkuð ást 11 45
09 Fáni Slóveníu Slóvenía slóvenska Eva Boto "Verjamem" Ég trúi 17 31
10 {{{2}}} Króatía króatíska Nina Badrić "Nebo" Himinn 12 42
11 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð enska Loreen "Euphoria" Sæluvíma 1 181
12 Fáni Georgíu Georgía enska, georgíska Anri Jokhadze "I'm a Joker" Ég er brandarakarl 14 36
13 {{{2}}} Tyrkland enska Can Bonomo "Love Me Back" Elskaðu mig á mót 5 80
14 Eistland eistneska Ott Lepland "Kuula" Hlustaðu 4 100
15 Slóvakía enska Max Jason Mai "Don't Close Your Eyes" Ekki loka augunum þínum 18 22
16 Fáni Noregs Noregur enska Tooji "Stay" Staldraðu við 10 45
17 Fáni Bosníu og Hersegóvínu Bosnía og Hersegóvína bosníska MayaSar "Korake ti znam" Ég þekki skref þín 6 77
18 Litháen enska Donny Montell "Love Is Blind" Ástin er blind 3 104

Aðalkeppnin

[breyta | breyta frumkóða]
Númer Land Tungumál Flytjandi Lag Þýðing Sæti Stig
01 {{{2}}} Bretland enska Engelbert Humperdinck "Love Will Set You Free" Ástin mun frelsa þig 25 12
02 Fáni Ungverjalands Ungverjaland enska Compact Disco "Sound of Our Hearts" Hljómur hjarta okkar beggja 24 19
03 Fáni Albaníu Albanía albanska[7] Rona Nishliu "Suus" Einkamál 5 146
04 Litháen enska Donny Montell "Love Is Blind" Ástin er blind 14 70
05 Fáni Bosníu og Hersegóvínu Bosnía og Hersegóvína bosníska MayaSar "Korake ti znam" Ég þekki skref þín 18 55
06 Rússland údmúrtíska, enska Buranovskiye Babushki "Party for Everybody" Teiti fyrir alla 2 259
07 Fáni Íslands Ísland enska Gréta Salóme & Jónsi "Never Forget" Gleymdu aldrei 20 46
08 Fáni Kýpur Kýpur enska Ivi Adamou "La La Love" Á-á-ást 16 65
09 Fáni Frakklands Frakkland franska, enska Anggun "Echo (You and I)" Bergmál (Þú og ég) 22 21
10 Fáni Ítalíu Ítalía enska, ítalska Nina Zilli "L'amore È Femmina" Ástin er ynja 9 101
11 Eistland eistneska Ott Lepland "Kuula" Hlustaðu 6 120
12 Fáni Noregs Noregur enska Tooji "Stay" Staldraðu við 26 7
13 Fáni Aserbaídsjan Aserbaísjan enska Sabina Babayeva "When the Music Dies" Þegar tónlistin deyr 4 150
14 Rúmenía spænska, enska Mandinga "Zaleilah"  — 12 71
15 Fáni Danmerkur Danmörk enska Soluna Samay "Should've Known Better" Hefð'átt að vita betur 23 21
16 Fáni Grikklands Grikkland enska Eleftheria Eleftheriou "Aphrodisiac" Ástardrykkur 17 64
17 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð enska Loreen "Euphoria" Sæluvíma 1 372
18 {{{2}}} Tyrkland enska Can Bonomo "Love Me Back" Elskaðu mig á móti 7 112
19 {{{2}}} Spánn spænska Pastora Soler "Quédate conmigo" Vertu hjá mér 10 97
20 Fáni Þýskalands Þýskaland enska Roman Lob "Standing Still" Stend hér enn 8 110
21 Fáni Möltu Malta enska Kurt Calleja "This Is the Night" Þetta er nóttin 21 41
22 Fáni Makedóníu Makedónía makedónska Kaliopi "Crno i belo" (Црно и бело) Svart og hvítt 13 71
23 Fáni Írlands Írland enska Jedward "Waterline" Vatnslínan 19 46
24 Fáni Serbíu Serbía serbneska Željko Joksimović "Nije ljubav stvar"
(Није љубав ствар)
Ástin er ekki gripur 3 214
25 Fáni Úkraínu Úkraína enska Gaitana "Be My Guest" Gjörðu svo vel 15 65
26 Moldóva enska Pasha Parfeny "Lăutar" Lăutari (heiti fyrir hefðbundinn listamann) 11 81

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Azerbaijan Business Center (16. maí 2011), Special concert complex for Eurovision 2012 to be built in Baku Geymt 2 nóvember 2016 í Wayback Machine
  2. http://www.eurovision.tv/page/news?id=49623&_t=results_of_the_2012_running_order_draw
  3. Siim, Jarmo. „43 countries represented at Eurovision 2012“. EBU. Sótt 17. janúar 2012.
  4. „Eurovision Song Contest 2012“. The Diggiloo Thrush. Sótt 5. mars 2012.
  5. 5,0 5,1 „Eurovision Song Contest Participants“. EBU. Sótt 10. mars 2012.
  6. Euro Neuro on diggiloo.net
  7. 7,0 7,1 „Albania: Suus Stays in Albanian“. Eurovisiontimes. Sótt 6. febrúar 2012.
  8. http://www.eurosong.be/40225/iris-brengt-sowieso-een-ballade-op-het-songfestival
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.