Albanska
Albanska Shqip | ||
---|---|---|
Málsvæði | Albanía, Kosóvó, Grikkland, Makedónía, Svartfjallaland | |
Heimshluti | Balkanskaginn | |
Fjöldi málhafa | 6.000.000 | |
Ætt | Indóevrópskt Albanska | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Albanía Kosóvó Norður-Makedónía | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | sq
| |
ISO 639-2 | alb
| |
SIL | SQI
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Albanska (Shqip) er tungumál sem talað er í Albaníu, en einnig í Kosóvó, Grikklandi og Norður-Makedóníu. Málnotendur eru um 6 milljónir. Greinist í 2 megin mállýskur; norður (geg) og suður (tosk), en þessar tvær greinast aftur í margar undirmállýskur sem illa skiljast sín á milli. Elstu textar frá 15. öld. Þrjú málfræðileg kyn. Óákveðni greinirinn er undansettur en sá ákveðni eftirskeyttur. Nafnorð hafa 6 föll og í sumum mállýskunum 7. Nafnorð eru sett í fleirtölu með annars vegar sjö eftirskeytum (-ë, -a,-e, -ër, -ra -t, -nj) og hins vegar þremur stofn-breytingum þar sem -a er skipt út fyrir -e, -k fyrir -q og -g fyrir gj. Lýsingarorð venjulega eftirsett líkt og í rómönskum málum og beygjast eftir kyni og tölu en ekki falli. Í spurnarsetningum er ekki snúið við orðaröð, heldur er smáorðið a sett framan við setninguna, sem verður við það að spurningu. Einu stafirnir í albanska stafrófinu sem ekki er að finna í því enska er setillu-sé og tvípunkts-e. 40 % orðaforðans tökuorð frá latínu. Ennfremur þúsundvís af tökuorðum frá tyrknesku enda albanir undirsátar tyrkjaveldis um aldir.
Nokkrar setningar og orð
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu töluorðin eru: një, dy, tre, katër, pesë, gjashtë, shtatë, tetë, nëntë, dhjetë. —
Shqip | Íslenska |
---|---|
Tungjatjeta | Halló |
Mirëdita | Góðan dag |
Si jeni? | Hvað segirðu gott? |
Mirë | Ég segi allt gott |
Falemenderit shumë | Takk |
Po | Já |
Jo | Nei |
A flisni islandisht? | Talarðu íslensku? |
Flas vetëm pak Shqip | Ég tala bara smá albönsku |
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Albansk tungumál Indóevrópsk tungumál | ||
---|---|---|
Albanska | Arvaníska | Tósk |