Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012 | |
---|---|
Light Your Fire! | |
Dagsetningar | |
Undanúrslit 1 | 22. maí 2012 |
Undanúrslit 2 | 24. maí 2012 |
Úrslit | 26. maí 2012 |
Umsjón | |
Vettvangur | Baku Crystal Hall Bakú, Aserbaísjan |
Kynnar |
|
Framkvæmdastjóri | Jon Ola Sand |
Sjónvarpsstöð | İctimai Televiziya (İTV) |
Vefsíða | eurovision |
Þátttakendur | |
Fjöldi þátttakenda | 42 |
Frumraun landa | Engin |
Endurkomur landa | |
Taka ekki þátt | |
Kosning | |
Kosningakerfi | Hvert land gefur sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga. |
Sigurvegari | Svíþjóð Loreen |
Sigurlag | „Euphoria“ |
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012 var 57. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og var haldin í Bakú í Aserbaísjan eftir að Ell og Nikki unnu keppnina árið 2011 með laginu „Running Scared“. Undankeppnirnar tvær verða haldnar þann 22. maí og 24. maí 2012, og aðalkeppnin verður haldin þann 26. maí 2012. Tíu lönd frá hvorri undankeppni munu komast áfram í aðalkeppnina ásamt Aserbaísjan, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, og Spáni. Fjörutíu og tvö lönd munu taka þátt í keppninni, þar á meðal mun Svartfjallaland snúa aftur, en Pólland og Armenía draga sig í hlé.
Vettvangur
[breyta | breyta frumkóða]Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti þann 16. maí 2011 byggingu tónlistarhúss fyrir söngvakeppnina í Bakú. Húsið var nefnt „Kristalshöllin“ og átti að taka 23.000 manns.[1] Þann 4. ágúst 2011 hófst vinna á húsinu, íþróttavöllurinn Tofiq Bahramov í Bakú, sem var þá lokaður vegna viðgerða, var sagður vera varamöguleiki fyrir keppnina. Þann 8. september 2011 var síðan loksins staðfest að kristalshöllin yrði notuð fyrir keppnina. Þó að rúmtak salarins sé í heildina 23.000 manns, munu aðeins 16.000 geta keypt sér miða á hverja keppni sem er töluvert færra en hefur verið á síðustu árum. Ýmis mannréttindasamtök, þar á meðal Mannréttindavaktin og Amnesty International, hafa gagnrýnt stjórnvöld Aserbaísjan fyrir að flytja íbúa í húsum nálægt tónlistarhúsinu burtu með valdi svo að hægt verði að rífa niður íbúðir og byggja í kringum höllina. Fram kom í yfirlýsingu BBC að ekkert niðurrif hefði verið nauðsynleg fyrir byggingu hallarinnar og að ekki hafi þurft að flytja neinn í burtu vegna byggingu hennar.
Þáttakendur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrri undankeppnin
[breyta | breyta frumkóða]Aserbaísjan, Ítalía og Spánn munu kjósa í fyrri undankeppninni.
Seinni undankeppnin
[breyta | breyta frumkóða]Frakkland, Þýskaland og Bretland munu kjósa í seinni undankeppninni.
Aðalkeppnin
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Azerbaijan Business Center (16. maí 2011), Special concert complex for Eurovision 2012 to be built in Baku Geymt 2 nóvember 2016 í Wayback Machine
- ↑ http://www.eurovision.tv/page/news?id=49623&_t=results_of_the_2012_running_order_draw
- ↑ Siim, Jarmo. „43 countries represented at Eurovision 2012“. EBU. Sótt 17. janúar 2012.
- ↑ „Eurovision Song Contest 2012“. The Diggiloo Thrush. Sótt 5. mars 2012.
- ↑ 5,0 5,1 „Eurovision Song Contest Participants“. EBU. Sótt 10. mars 2012.
- ↑ Euro Neuro on diggiloo.net
- ↑ 7,0 7,1 „Albania: Suus Stays in Albanian“. Eurovisiontimes. Sótt 6. febrúar 2012.
- ↑ http://www.eurosong.be/40225/iris-brengt-sowieso-een-ballade-op-het-songfestival