Eldstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eldfjall)
Jump to navigation Jump to search
Eldfjall vísar hingað. Fyrir kvikmyndina, sjá Eldfjall (kvikmynd).

Eldstöð er jarðfræðilegur landslagsþáttur (oftast fjall, þá kallað eldfjall) þar sem hraun eða í tilfelli lághitaeldstöðva, rokgjarnt efni gýs, eða hefur gosið. Fjölmargar eldstöðvar eru þekktar á reikistjörnum og tunglum í sólkerfinu, margar þeirra mjög virkar. Á jörðinni á þetta sér stað á flekamótum og á svokölluðum heitum reitum, en Hawaii eyjaklasinn myndaðist til dæmis yfir einum slíkum. Rannsókn eldstöðva kallast eldfjallafræði.

Kīlauea, Hawaii, aðalgígurinn, 2008

Hæsta þekkta eldfjall heims er Ólympusfjall á Mars, og er það jafnframt hæsta fjall í heimi sem vitað er um. Virkasta eldfjall jarðarinnar er Kilauea eldfjallið á Hawaii.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.