Fara í innihald

Kofi Annan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kofi Annan
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
1. janúar 1997 – 31. desember 2006
ForveriBoutros Boutros-Ghali
EftirmaðurBan Ki-moon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. apríl 1938
Kumasi, Gullströndinni (nú Gana)
Látinn18. ágúst 2018 (80 ára) Bern, Sviss
MakiTiti Alakija (1965–1983); Nane Maria Lagergren (1984–2018)
BörnKojo, Ama, Nina
Undirskrift

Kofi Atta Annan (8. apríl 193818. ágúst 2018) var ríkiserindreki frá Gana sem gegndi starfi aðalritara Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 1997 til 1. janúar 2007. Hann hlaut einnig friðarverðlaun Nóbels árið 2001.[1] Hann var stofnandi og formaður Kofi Annan-stofnunarinnar (Kofi Annan Foundation) og auk þess formaður Öldunganna (The Elders), alþjóðastofnunar sem Nelson Mandela stofnaði.[2][3]

Annan fæddist í Kumasi og nam hagfræði við Malacaster-háskóla, alþjóðasamskipti í Genf og verkstjórn í Tækniskóla Massachusetts. Annan gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar árið 1962 og vann fyrir Genfarskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hann gegndi síðar ýmsum embættum hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal sem varaaðalritari friðargæslu frá mars 1992 til desember 1996. Hann var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna þann 13. desember 1996 af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og síðan staðfestur í embættið af allsherjarþinginu. Þar með varð hann fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna sem var útnefndur úr hópi starfsmanna stofnunarinnar sjálfrar. Hann var endurkjörinn árið 2001 og lét af störfum þann 1. janúar 2007 þegar Ban Ki-moon tók við embættinu.

Sem aðalritari kom Annan á umbótum í stjórnsýslukerfi Sameinuðu þjóðanna; vann að því að berjast gegn útbreiðslu alnæmis, sérstaklega í Afríku, auk þess sem hann hóf verkefnið UN Global Compact. Hann sætti gagnrýni fyrir að hleypa ekki inn nýjum meðlimum í Öryggisráðið og var jafnvel hvattur til að segja af sér eftir að rannsókn hófst á aðkomu hans að vafasömum viðskiptum við Írak um olíu gegn mat fyrir óbreytta borgara.[4] Eftir að hann yfirgaf Sameinuðu þjóðirnar stofnaði hann Kofi Annan-stofnunina árið 2007 til að vinna að alþjóðaþróunarmálum. Árið 2012 var Annan milliliður Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins við Sýrland þar sem reynt var að binda enda á áframhaldandi borgarastyrjöld þar í landi.[5][6] Annan sagði upp embætti sínu í Sýrlandi vegna ósættis um lélegan árangur í friðarmálum.[7][8] Í september 2016 var Annan útnefndur til að fara fyrir rannsóknarnefnd um ofsóknir gegn Róhingjum í Mjanmar.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kofi Annan - Biographical“. www.nobelprize.org. Sótt 12. september 2016.
  2. Annan, Kofi. „The Nobel Peace Prize 2001“. nobelprize.org. Sótt 25. júlí 2013.
  3. „Kofi Annan | Ghanaian statesman and secretary-general of the United Nations“. Sótt 12. september 2016.
  4. „The Verdict on Kofi Annan“. The New York Times. 30. mars 2005. ISSN 0362-4331. Sótt 12. september 2016.
  5. „United Nations Department of Political Affairs - Syria“. Un.org. 19. október 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. maí 2013. Sótt 29. mars 2013.
  6. Jonathan Marcus (28. febrúar 2012). „Syria unrest: Opposition seeks arms pledge“. BBC News. Sótt 29. mars 2013.
  7. „Kofi Annan resigns as UN Syria envoy“. Sótt 2. ágúst 2012.
  8. „Kora Award winners announced“. news24.com. 20. nóvember 2000. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. mars 2017. Sótt 30. júní 2016.
  9. „Kofi Annan vows to lead impartial Myanmar mission“. www.aljazeera.com. Sótt 12. september 2016.


Fyrirrennari:
Boutros Boutros-Ghali
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1. janúar 199731. desember 2006)
Eftirmaður:
Ban Ki-moon


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.