U Thant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
U Thant
သန့်
U-Thant-10617.jpg
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
30. nóvember 1961 – 31. desember 1971
Persónulegar upplýsingar
Fæddur

22. janúar 1909

Pantanaw , Búrma, breska Indlandi
Látinn

25. nóvember 1974 (65 ára)

New York, Bandaríkjunum
Þjóðerni Mjanmarskur
Maki Daw Thein Tin (d. 1989)
Börn Maung Bo, Tin Maung Thant, Aye Aye Thant
Háskóli Þjóðarháskóli Búrma, Rangoon-háskóli
Atvinna Stjórnmálamaður, erindreki
Undirskrift

Thant (búrmíska: ဦးသန့်; 22. janúar 190925. nóvember 1974), yfirleitt kallaður með heiðurstitlinum U Thant, var búrmískur ríkiserindreki og þriðji aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1961 til 1971. Hann var valinn í embættið eftir að fyrirrennari hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi í september 1961. Thant var fyrsti maðurinn frá landi utan Evrópu sem gegndi embættinu og gegndi því lengur en nokkur annar, í tíu ár og einn mánuð.

Thant kom frá bænum Pantanaw og hlaut menntun í Þjóðarháskóla Búrma og Rangoon-háskóla. Thant var pólitískur hófsemismaður sem fetaði milliveg á milli þjóðernissinna og þeirra sem vildu halda tryggð við breska heimsveldið á rósturtímum í Mjanmar. Hann var návinur fyrsta forsætisráðherra Mjanmar, U Nu, og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Nu frá 1948 til 1961. Thant þótti yfirvegaður og hispurslaus og var því virtur meðal kollega sinna.[1]

Thant var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1961 eftir að forveri hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi. Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Thant fyrir samningaviðræðum milli Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Nikita Krústsjov leiðtoga Sovétríkjanna í Kúbudeilunni árið 1962 og tókst að forða heimsbyggðinni frá miklum hörmungum. Í desember sama ár skipaði Thant Grandslam-aðgerðina svokölluðu, sem batt enda á uppreisn í Kongó. Thant var endurkjörinn aðalritari með öllum atkvæðum öryggisráðsins þann 2. desember 1966. Á seinna kjörtímabili sínu varð Thant vel þekktur fyrir að gagnrýna aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu. Hann skipulagði inngöngu ýmissa nýsjálfstæðra afrískra og asískra ríkja í Sameinuðu þjóðirnar. Thant neitaði að gegna kjörtímabili í þriðja sinn og settist í helgan stein árið 1971.

Thant lést úr lungnakrabbameini árið 1974. Hann var trúrækinn búddisti og sem þekktasti Mjanmari á alþjóðasviðinu var hann mjög virtur og dáður í heimalandi sínu. Þegar herstjórn landsins neitaði að heiðra hann eftir dauða hans brutust út uppþot í Rangoon en ríkisstjórnin kvað þau í kútinn með nokkrum dauðsföllum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. A. Walter Dorn and Robert Pauk (apríl 2009). „Unsung Mediator: U Thant and the Cuban Missile Crisis“. Diplomatic History. 33 (2): 261–291. doi:10.1111/j.1467-7709.2008.00762.x.


Fyrirrennari:
Dag Hammarskjöld
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1961 – 1971)
Eftirmaður:
Kurt Waldheim


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.