Fara í innihald

Halldór Ásgrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldór Ásgeirsson
Halldór árið 2007.
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
15. september 2004 – 15. júní 2006
ForsetiÓlafur Ragnar Grímsson
ForveriDavíð Oddsson
EftirmaðurGeir H. Haarde
Utanríkisráðherra Íslands
Í embætti
23. apríl 1995 – 15. september 2004
ForsætisráðherraDavíð Oddsson
ForveriJón Baldvin Hannibalsson
EftirmaðurDavíð Oddsson
Sjávarútvegsráðherra
Í embætti
26. maí 1983 – 30. apríl 1991
ForsætisráðherraSteingrímur Hermannsson
Þorsteinn Pálsson
ForveriSteingrímur Hermannsson
EftirmaðurÞorsteinn Pálsson
Formaður Framsóknarflokksins
Í embætti
29. apríl 1994 – 19. ágúst 2006
ForveriSteingrímur Hermannsson
EftirmaðurJón Sigurðsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1974 1978  Austurl.  Framsóknarfl.
1979 2003  Austurl.  Framsóknarfl.
2003 2006  Reykjavík n.  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. september 1947(1947-09-08)
Vopnafirði, Íslandi
Látinn18. maí 2015 (67 ára) Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiSigurjóna Sigurðardóttir
Börn3
HáskóliHáskólinn á Bifröst
Æviágrip á vef Alþingis

Halldór Ásgrímsson (f. 8. september 1947 á Vopnafirði d. í Reykjavík 18. maí 2015) var íslenskur stjórnmálamaður sem að var forsætisráðherra Íslands frá 2004 til 2006. Auk þess var hann sjávarútvegsráðherra Íslands frá 1983 til 1991, utanríkisráðherra Íslands frá 1995 til 2004 og formaður Framsóknarflokksins frá 1994 til 2006

Halldór sat á Alþingi frá 1974 til 1978 og svo aftur frá 1979 til 2006. Halldór lét af þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst 2006, eftir 31 árs setu á þingi, en hann var starfsaldursforseti þingsins er hann lét af þingmennsku. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins Bjarni Benediktsson gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. Halldór var sjávarútvegsráðherra 19831991, dóms- og kirkjumálaráðherra 19881989, ráðherra norrænnar samvinnu 19851987, utanríkisráðherra 19952004 og forsætisráðherra 20042006. Halldór sat á þingi fyrir Austurlandskjördæmi, fyrst 1974 - 1978 og síðar 1979 - 2003, og loks fyrir Reykjavík norður 2003 - 2006.

Halldór tók við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra þann 15. september 2004. Hann er fimmtándi maðurinn sem gegnir embætti forsætisráðherra frá stofnun lýðveldisins. Þann 5. júní 2006 tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hygðist hætta sem forsætisráðherra og sem formaður Framsóknarflokksins. Þessi tilkynning kom í kjölfar slæms gengis Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum það sama ár. Halldór lét af embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi þann 15. júní 2006 og lét með því af ráðherraembætti eftir rúmlega 19 ára setu í ríkisstjórn samtals. Halldór lét af formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi þann 19. ágúst 2006, eftir að hafa verið formaður og varaformaður flokksins í rúmlega aldarfjórðung samfellt, sem varaformaður 1980 - 1994 og formaður 1994 - 2006.

1. janúar 2007 tók Halldór við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnti hann því embætti til ársins 2013.

Halldór lést í Reykjavík 18. maí 2015, 67 ára að aldri, af völdum hjartaáfalls.


Fyrirrennari:
Davíð Oddsson
Forsætisráðherra
(15. september 200415. júní 2006)
Eftirmaður:
Geir H. Haarde
Fyrirrennari:
Jón Baldvin Hannibalsson
Utanríkisráðherra
(23. apríl 199515. september 2004)
Eftirmaður:
Davíð Oddsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Sjávarútvegsráðherra
(26. maí 198330. apríl 1991)
Eftirmaður:
Þorsteinn Pálsson
Fyrirrennari:
Jón Sigurðsson
Dóms- og kirkjumálaráðherra
(28. september 198810. september 1989)
Eftirmaður:
Óli Þ. Guðbjartssson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Formaður Framsóknarflokksins
(29. apríl 199419. ágúst 2006)
Eftirmaður:
Jón Sigurðsson


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.