Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Forsætisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 15. september 2004 – 15. júní 2006 | |||||||||||||||||
Forseti | Ólafur Ragnar Grímsson | ||||||||||||||||
Forveri | Davíð Oddsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Geir H. Haarde | ||||||||||||||||
Utanríkisráðherra Íslands | |||||||||||||||||
Í embætti 23. apríl 1995 – 15. september 2004 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Davíð Oddsson | ||||||||||||||||
Forveri | Jón Baldvin Hannibalsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Davíð Oddsson | ||||||||||||||||
Sjávarútvegsráðherra | |||||||||||||||||
Í embætti 26. maí 1983 – 30. apríl 1991 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Steingrímur Hermannsson Þorsteinn Pálsson | ||||||||||||||||
Forveri | Steingrímur Hermannsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Þorsteinn Pálsson | ||||||||||||||||
Formaður Framsóknarflokksins | |||||||||||||||||
Í embætti 29. apríl 1994 – 19. ágúst 2006 | |||||||||||||||||
Forveri | Steingrímur Hermannsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Jón Sigurðsson | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 8. september 1947 Vopnafirði, Íslandi | ||||||||||||||||
Látinn | 18. maí 2015 (67 ára) Reykjavík, Íslandi | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||||||||||||
Maki | Sigurjóna Sigurðardóttir | ||||||||||||||||
Börn | 3 | ||||||||||||||||
Háskóli | Háskólinn á Bifröst | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Halldór Ásgrímsson (f. 8. september 1947 á Vopnafirði d. í Reykjavík 18. maí 2015) var íslenskur stjórnmálamaður sem að var forsætisráðherra Íslands frá 2004 til 2006. Auk þess var hann sjávarútvegsráðherra Íslands frá 1983 til 1991, utanríkisráðherra Íslands frá 1995 til 2004 og formaður Framsóknarflokksins frá 1994 til 2006
Halldór sat á Alþingi frá 1974 til 1978 og svo aftur frá 1979 til 2006. Halldór lét af þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst 2006, eftir 31 árs setu á þingi, en hann var starfsaldursforseti þingsins er hann lét af þingmennsku. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins Bjarni Benediktsson gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. Halldór var sjávarútvegsráðherra 1983 – 1991, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988 – 1989, ráðherra norrænnar samvinnu 1985 – 1987, utanríkisráðherra 1995 – 2004 og forsætisráðherra 2004 – 2006. Halldór sat á þingi fyrir Austurlandskjördæmi, fyrst 1974 - 1978 og síðar 1979 - 2003, og loks fyrir Reykjavík norður 2003 - 2006.
Halldór tók við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra þann 15. september 2004. Hann er fimmtándi maðurinn sem gegnir embætti forsætisráðherra frá stofnun lýðveldisins. Þann 5. júní 2006 tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hygðist hætta sem forsætisráðherra og sem formaður Framsóknarflokksins. Þessi tilkynning kom í kjölfar slæms gengis Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum það sama ár. Halldór lét af embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi þann 15. júní 2006 og lét með því af ráðherraembætti eftir rúmlega 19 ára setu í ríkisstjórn samtals. Halldór lét af formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi þann 19. ágúst 2006, eftir að hafa verið formaður og varaformaður flokksins í rúmlega aldarfjórðung samfellt, sem varaformaður 1980 - 1994 og formaður 1994 - 2006.
1. janúar 2007 tók Halldór við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnti hann því embætti til ársins 2013.
Halldór lést í Reykjavík 18. maí 2015, 67 ára að aldri, af völdum hjartaáfalls.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Norræna ráðherranefndin Geymt 30 janúar 2010 í Wayback Machine
Fyrirrennari: Davíð Oddsson |
|
Eftirmaður: Geir H. Haarde | |||
Fyrirrennari: Jón Baldvin Hannibalsson |
|
Eftirmaður: Davíð Oddsson | |||
Fyrirrennari: Steingrímur Hermannsson |
|
Eftirmaður: Þorsteinn Pálsson | |||
Fyrirrennari: Jón Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Óli Þ. Guðbjartssson | |||
Fyrirrennari: Steingrímur Hermannsson |
|
Eftirmaður: Jón Sigurðsson |
- Kjörnir Alþingismenn 1971-1980
- Kjörnir Alþingismenn 2001-2010
- Formenn Framsóknarflokksins
- Forsætisráðherrar Íslands
- Fólk fætt árið 1947
- Fólk dáið árið 2015
- Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu
- Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu
- Sjávarútvegsráðherrar Íslands
- Utanríkisráðherrar Íslands
- Varaformenn Framsóknarflokksins
- Þingmenn Framsóknarflokksins