Vestur-Svalbarðastraumurinn
Útlit
Vestur-Svalbarðastraumurinn er hlýr, saltur hafstraumur sem streymir norður með vesturströnd Svalbarða, austan til í Framsundi. Vestan við hann rennur Austur-Grænlandsstraumurinn til suðurs. Vestur-Svalbarðastraumurinn ber hlýjan Atlantssjó inn í Norður-Íshafið og gerir Framsund að nyrsta hafsvæði heims sem ekki leggur allt árið um kring.