Ráðherra Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ráðherra Íslands var ráðherraembætti í ríkisstjórn Danmerkur sem tók við af embætti Íslandsráðgjafa eftir stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var 1902 og tók gildi 1. febrúar 1904. Ráðherra Íslands hafði aðsetur á Íslandi (heimastjórn) og fór með framkvæmdavaldið í umboði Alþingis til 1917 þegar fyrsta samsteypustjórnin var mynduð og embætti forsætisráðherra Íslands búið til.

Ráðherra Íslands Skipun Lausn Flokkur Aldur Kjördæmi
Hannes Hafstein 1. febrúar 1904 31. mars 1909 Heimastjórnaflokki 43 ára Eyjafjarðarsýsla
Björn Jónsson 31. mars 1909 14. mars 1911 Landvarnaflokki 62 ára Barðastrandarsýsla
Kristján Jónsson 14. mars 1911 24. júlí 1912 Utan flokka 59 ára Borgarfjarðarsýsla
Hannes Hafstein 25. júlí 1912 21. júlí 1914 Sambandsflokki 51 árs Eyjafjarðarsýsla
Sigurður Eggerz 21. júlí 1914 4. maí 1915 Sjálfstæðisflokki 39 ára Vestur-Skaftafellssýsla
Einar Arnórsson 4. maí 1915 4. janúar 1917 Sjálfstæðisflokki (langsum) 35 ára Árnessýsla

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.