Spjall:Forsætisráðherra Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Það mundi vera gott ef eithver mundi taka það að sér að skrifa um alla stjónmálaflokka landsins Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Larsson (spjall) · framlög

Það væri líka gott ef þú skrifaðir undir á spjallsíðunum. En það er reyndar búið að skrifa eitthvað um flesta, a.m.k. núverandi flokka. --Cessator 22:03, 4 maí 2007 (UTC)

Hvaða heimild er um tímalengd forsætisráðherra? Var t.d. Ólafur Thors í 3435 daga eða 3535 daga?[breyta frumkóða]

Áður en ég rakst á þessa síðu var ég að reyna að reikna út hve lengi Ólafur Thors og Hermann Jónasson hefðu setið samtals. Á síðu Ólafs Thors er hann sagður hafa setið samtals 11 ár, sem getur ekki staðist. Ég reiknaði út frá upplýsingum sem eru á síðunni Forsætisráðherrar á Íslandi (http://is.wikipedia.org/wiki/Forsætisráðherrar_á_Íslandi). Eftir því að dæma hefur Ólafur verið í samtals 3.535 daga en ekki 3.435 daga eins og segir á þessari síðu. Mér finnst vanta að tilgreina heimild fyrir útreikningum á þessum dögum. Því nú veit ég ekki hvort eru mínusaðir frá einhverjir stakir dagar sem viðkomandi hefur verið í leyfi, og þá kynni að vera að lægri talan sé rétt þrátt fyrir allt. En það sem vakti athygli mína á mismuninum var það, að fyrst fékk ég út að Ólafur hefði verið í slétt 10 ár (3.650 daga), þangað til ég mínusaði frá veikindaleyfi í árslok 1961 sem var 115 dagar (tæpir 4 mánuðir). Mér finnst líka merkilegt að mismunur á núverandi útreikningum mínum og því sem stendur á síðunni eru akkúrat 100 dagar, sem gæti verið innsláttarvilla (3.435 dagar skrifað óvart í stað 3.535).

Útreikningur minn er svona:

16. maí 1942 til 16. des. => 214 dagar (7 mánuðir)

21. okt. 1944 til 4. feb. 1947 => 836 dagar (2 ár, 3 mánuðir og 14 dagar)

6. des. 1949 til 14. mars 1950 => 98 dagar (3 mánuðir og 8 dagar)

11. sept. 1953 til 24. júlí 1956 => 1047 dagar (2 ár, 10 mánuðir og 13 dagar)

20. nóv. 1959 til 14. nóv. 1963* => 1340 dagar (3 ár, 8 mánuðir)

  • frá dregst 115 daga veikindaleyfi, 1455-115=1340

Alls: 3.535 dagar eða 9 ár og 250 dagar (rúmir 8 mánuðir).

Annað hvort er hér um innsláttarvillu að ræða eða þá að frá dragast einstakir dagar í leyfum sem ekki er getið um. Mér þætti rétt að tilgreind væri heimild fyrir tölfræðinni, því það hlýtur að vera eitthvert apparat sem heldur svona tölfræði til haga.

EinarSA (spjall) 10. mars 2013 kl. 23:10 (UTC)