Samtök um jafnrétti og félagshyggju

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samtök um jafnrétti og félagshyggju voru stjórnmálaflokkur stofnaður um sérframboð Stefáns Valgeirssonar sem hafði yfirgefið Framsóknarflokkinn í aðdraganda þingkosninga 1987. Flokkurinn bauð aðeins fram á Norðurlandi eystra með listabókstafinn J þar sem hann fékk 1893 atkvæði (12,11%) og einn mann, Stefán Valgeirsson, kjörinn.

Eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk um mitt ár 1988 var önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar mynduð með stuðningi Alþýðubandalagsins og Samtakanna sem nægði henni til að ná meirihluta í annarri deild þingsins. Ríkisstjórnin stóð því tæpt þar til Borgaraflokkurinn gekk til liðs við hana ári síðar.

Fyrir kosningarnar 1991 buðu Samtökin fram lista með Borgaraflokknum á Norðurlandi eystra.