Forsetakosningar á Íslandi
Forsetakosningar á Íslandi eru haldnar á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar yfir 18 ára aldri sem hafa átt lögheimili á Íslandi. Sitjandi forseti hefur verið sjálfkjörinn nokkrum sinnum þar sem hann hefur ekki fengið mótframboð (1945, 1949, 1956, 1960, 1964, 1972, 1976, 1984, 1992, 2000 og 2008).
- Forsetakosningar á Íslandi 1944 - Sveinn Björnsson var kosinn af Alþingi á Þingvöllum þann 17. júní 1944.
- 1945 - Sjálfkjörinn var Sveinn Björnsson
- 1949 - Sjálfkjörinn var Sveinn Björnsson
- Forsetakosningar á Íslandi 1952 - Nýr forseti kosinn Ásgeir Ásgeirsson með 32.924 atk eða 46,7%
- 1956 - Sjálfkjörinn var Ásgeir Ásgerisson
- 1960 - Sjálfkjörinn var Ásgeir Ásgeirsson
- 1964 - Sjálfkjörinn var Ásgeir Ásgeirsson
- Forsetakosningar á Íslandi 1968 - Nýr forseti Kosinn Kristján Eldjárn með 67.544 atk eða 65,6%
- 1972 - Sjálfkjörinn var Kristján Eldjárn
- 1976 - Sjálfkjörinn var Kristján Eldjárn
- Forsetakosningar á Íslandi 1980 - Nýr forseti kosin Vigdís Finnbogadóttir með 43.661 atk eða 33,8%
- 1984 - Sjálfkjörin var Vigdís Finnbogadóttir
- Forsetakosningar á Íslandi 1988 - Sitjandi Forseti endurkjörinn Vigdís Finnbogadóttir með 117.292 atk eða 92,7%
- 1992 - Sjálfkjörin var Vigdís Finnbogadóttir
- Forsetakosningar á Íslandi 1996 - Nýr forseti kosinn Ólafur Ragnar Grímsson með 68.370 atk eða 41,4%
- 2000 - Sjálfkjörinn var Ólafur Ragnar Grímsson
- Forsetakosningar á Íslandi 2004 - Sitjandi forseti var endurkjörinn Ólafur Ragnar Grímsson með 90.662 atk eða 67,5%
- 2008 - Sjálfkjörinn var Ólafur Ragnar Grímsson
- Forsetakosningar á Íslandi 2012 - Sitjandi forseti var endurkjörinn Ólafur Ragnar Grímsson með 80.036 atk eða 52,78%
- Forsetakosningar á Íslandi 2016 - Nýr forseti kosinn Guðni Th. Jóhannesson með 71.356 atk eða 39,1%
- Forsetakosningar á Íslandi 2020 - Sitjandi forseti var endurkjörinn Guðni Th. Jóhannesson með 150.913 atk eða 92,2%
Næstu kosningar verða líklega 2024
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Hagstofa Íslands
- „Hversu oft er kosið um forseta?“ á Vísindavefnum
- Kosningasaga: Forsetakosningar