Agúlhasstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir þéttleika grænþörunga við suðurodda Afríku: Undan Agúlhashöfða er græn tunga í suðvestur.

Agúlhasstraumurinn er mjór og sterkur hafstraumur sem rennur suður með austurströnd sunnanverðrar Afríku frá MapútóAgúlhasbanka undan Agúlhashöfða á mörkum Indlandshafs og Atlantshafs, frá 27°-40° suðlægrar breiddar. Þar snýr straumurinn við vegna samspils við Suðurhafshringstrauminn og rennur aftur inn í Indlandshafshringstrauminn. Hann myndast úr Austur-Madagaskarstraumnum og Mósambíkurstraumnum. Áætlað að rennsli í Agúlhasstraumnum sé um 70 Sv, sem svarar 70 m³/s. Til samanburðar er áætlað að Irmingerstraumurinn sé um 1 Sv en það er sá hluti Golfstraumsins sem liggur til Íslands. Golfstraumurinn er um 100 Sv [1] þar sem hann er sterkastur. Straumurinn fylgir að mestu landgrunnsbrúninni. Hann er um 34 km breiður og hraðinn er um 1,36 m/s.

Agulhas hringirnir er straumur sem blandast við Benguela-strauminn sem liggur norður eftir vestur Suður-Afríku.

Agulhas hringir eru komnir frá Agulhas straumnum þar sem hann snýr aftur út í Indlandshaf.
Heiti Agulhasstraumsinn (rauður) meðfram austurströnd Suður-Afríku og kaldi Benguela-straumsins (blár) meðfram vesturströndinni. Agulhas-straumurinn myndast við ármót hlýra Mósambík- og Austur-Madagaskarstraumanna, sem mætast suðvestur af Madagaskar (ekki sýnt á skýringarmyndinni). Kaldur Benguela straumurinn stafar af uppstreymi vatns frá köldu dýpi Atlantshafsins á móti vesturströnd álfunnar. Straumarnir tveir „mætast“ hvergi meðfram suðurströnd Afríku.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvað eru hafstraumar? Vísindavefur