Skrúðgarður
Útlit
(Endurbeint frá Lystigarður)
Skrúðgarður eða lystigarður er (stór) almenningsgarður með ýmiss konar plöntum, gangstígum o.fl. þar sem njóta má gróðurs og útiveru. Frægir skrúðgarðar á Íslandi eru t.d. Skrúður, garður Sigtyggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði, garður Guðbjargar í Múlakoti og elsti trjágarðurinn á Íslandi sem er á Skriðu í Hörgárdal. Aðrir frægir skrúðgarðar á Íslandi eru Hljómskálagarðurinn við Tjörnina í Reykjavík, garðurinn bakvið Alþingishúsið (Alþingishúsgarðurinn), Hellisgerði (skrúðgarður Hafnfirðinga) og Lystigarður Akureyrar.