Hljómskálinn
Útlit
Hljómskálinn er lágvaxin áttstrend og turnlaga bygging sem stendur á horni Skothúsvegar og Sóleyjargötu, austan megin við Tjörnina í Reykjavík. Hann var fullreistur síðla ársins 1923 og var byggður til að hýsa starfsemi Lúðrasveitar Reykjavíkur[1]. Skálinn var teiknaður af Guðmundi H. Þorlákssyni húsameistara[2]. Hljómskálagarðurinn er nefndur eftir byggingunni.
Hljómskálinn er 5,5 x 7,3 x 7,5 metrar að stærð. Hann er fyrsta hús í Reykjavík sem var byggt sérstaklega sem tónlistarhús. Endurbætur voru gerðar á húsinu 1995, þá voru gluggar settir í upprunalegt horf og árið 2000 voru settir nýir pílárar í brjóstriðið á þakbrún skálans.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9. ágúst 2020.
- ↑ „Hljómskálinn við Reykjavíkurtjörn“. Minjastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júní 2020. Sótt 9. ágúst 2020.