Hljómskálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hljómskálinn.

Hljómskálinn er lágvaxin áttstrend og turnlaga bygging sem stendur á horni Skothúsvegar og Sóleyjargötu, austan megin við Tjörnina í Reykjavík. Hann var fullreistur síðla ársins 1923 og var byggður til að hýsa starfsemi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Hljómskálagarðurinn er nefndur eftir honum.

Hljómskálinn er 5,5 x 7,3 x 7,5 metrar að stærð. Hann er fyrsta hús í Reykjavík sem var byggt sérstaklega sem tónlistarhús. Endurbætur voru gerðar á húsinu 1995, þá voru gluggar settir í upprunalegt horf og árið 2000 voru settir nýir pílárar í brjóstriðið á þakbrún skálans.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.