Fara í innihald

Education City leikvangurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Education City leikvangurinn er knattspyrnuvöllur í borginni Al Rayyan í Katar. Hann var vígður í febrúar 2020 og tekur rétt rúmlega 45 þúsund áhorfendur.

Leikvangurinn var fyrst og fremst reistur fyrir HM 2022, þar sem hann mun hýsa fjölda leikja í riðlakeppninni og einn leik í 16-liða úrslitum og annan í fjórðungsúrslitunum. Að mótinu loknu verður leikvangnum breytt í frjálsíþróttavöll fyrir háskólamiðstöðina í Al Rayyan og mun þá taka 25 þúsund áhorfendur.

Úrslitaleikur heimsbikarkeppni félagsliða 2021 milli Bayern München og UANL frá Mexíkó fór fram á Education City leikvangnum.

Við byggingu Education City leikvangsins var sérstaklega reynt að notast við vistvæn byggingarefni.