Gareth Bale

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gareth Bale
Bale
Upplýsingar
Fullt nafn Gareth Frank Bale
Fæðingardagur 16. júlí 1989 (1989-07-16) (34 ára)
Fæðingarstaður    Cardiff, Wales
Hæð 1,86 m
Leikstaða Miðjumaður, vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Los Angeles FC
Númer 11
Yngriflokkaferill

1999-2006
Cardiff civil service
Southampton F.C.
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006–2007 Southampton F.C. 40 (5)
2007-2013 Tottenham Hotspur 146 (42)
2013-2022 Real Madrid 176 (81)
2020-2021 Tottenham Hotspur (lán) 20 (11)
2022-2023 Los Angeles FC 12 (2)
Landsliðsferill
2005-2006
2006
2006-2008
2006-2022
Wales U-17
Wales U-19
Wales U-21
Wales
7 (1)
1 (1)
4 (2)
111 (41)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Gareth Bale með landsliðinu.

Gareth Frank Bale (fæddur 16. júlí, 1989) er velskur fyrrum knattspyrnumaður. Hann var hraður, þróttmikill leikmaður með leikni í að brjóta upp varnir og í spyrnum og aukaspyrnum.

Bale hóf ferilinn með Southampton F.C., 16 ára gamall. Síðar fór hann til Tottenham Hotspur og var þar í sex ár. Frá 2013-2020 spilaði Bale með Real Madrid. Hann vann La Liga tvisvar en sigraði Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu (þó hann hafi lítið spilað síðasta tímabil sitt). Í úrslitum Meistaradeildar 2018 kom Bale inn sem varamaður gegn Liverpool FC og skoraði tvö mörk og tryggði liðinu þriðja titilinn í röð í þeirri keppni. Meiðsli settu svip sinn á feril hans með Real.

Eftir um ár af óvissu hjá Real ákvað hann að fara á láni til Tottenham haustið 2020. Hann skoraði sitt fyrsta mark í endurkomunni gegn Brighton 1. nóvember sem reyndist sigurmark leiksins. Undir lok tímabilsins skoraði hann þrennu gegn botnliði Sheffield United.

Árið 2022 yfirgaf hann Real og hélt til Los Angeles FC í MLS-deildinni. Hann vann deildartitil með þeim og skoraði jöfnunarmark í úrslitaleiknum.

Bale spilaði með velska landliðinu síðan 2006 og er markahæsti og leikjahæsti leikmaður þess. Hann sagði að Ryan Giggs, þjálfari liðsins um tíma, hafi verið átrúnaðargoð sitt á yngri árum.

Bale lagði skóna á hilluna í janúar 2023.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.