Gareth Bale

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gareth Bale
Bale
Upplýsingar
Fullt nafn Gareth Frank Bale
Fæðingardagur 16. júlí 1989 (1989-07-16) (31 árs)
Fæðingarstaður    Cardiff, Wales
Hæð 1,85 m
Leikstaða Miðjumaður, vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Real Madrid
Númer 11
Yngriflokkaferill

1999-2006
Cardiff civil service
Southampton F.C.
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006–2007
2007-2013
2013-
Southampton F.C.
Tottenham Hotspur
Real Madrid
40 (5)
146 (42)
161 (80)   
Landsliðsferill2
2005-2006
2006
2006-2008
2006-
Wales U-17
Wales U-19
Wales U-21
Wales
7 (1)
1 (1)
4 (2)
83 (33)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært nóv. 2019.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
nóv. 2019.

Gareth Bale með landsliðinu.

Gareth Frank Bale (fæddur 16. júlí, 1989) er velskur knattspyrnumaður sem spilar með spænska félaginu Real Madrid. Bale er hraður, þróttmikill leikmaður með leikni í að brjóta upp varnir og í spyrnum og aukaspyrnum.

Bale hóf ferilinn með Southampton F.C., 16 ára gamall. Síðar fór hann til Tottenham Hotspur og var þar í sex ár. Frá 2013 hefur hann spilað með Real Madrid. Hann hefur unnið La Liga einu sinni en sigrað Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með liðinu. Í úrslitum Meistaradeildar 2018 kom Bale inn sem varamaður og skoraði tvö mörk og tryggði liðinu þriðja titilinn í röð í þeirri keppni. Meiðsli hafa þó sett svip sinn á feril hans með Real.

Bale hefur spilað með velska landliðinu síðan 2006 og er markahæsti leikmaður þess. Hann hefur tjáð það að Ryan Giggs, þjálfari liðsins, hafi verið átrúnaðargoð sitt á yngri árum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.