Fara í innihald

Al Thumama leikvangurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Al Thumama leikvangurinn er knattspyrnuvöllur í borginni Doha í Katar. Hann var vígður 21. október 2021 og tekur um 40 þúsund áhorfendur.

Leikvangurinn var fyrst og fremst reistur fyrir HM 2022, þar sem hann mun hýsa fjölda leikja, þar á meðal eina viðureign í 16-liða úrslitum og aðra í fjórðungsúrslitum.

Útlit leikvangsins minnir á hefðbundna vefjarhetti karla og drengja í Miðausturlöndum. Að heimsmeistaramótinu loknu verður sætum á leikvangnum fækkað um helming og umframsætin gefin til efnaminni samfélaga.

Leikvangurinn hýsti allnokkrar viðureignir í Arabamótinu í knattspyrnu í árslok 2021, þar á meðal undanúrslitaviðureign heimamanna og Alsír.