Fara í innihald

Geir Hallgrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geir Hallgrímsson
Geir í maí 1975 í Hvíta húsinu að heimsækja Gerald Ford.
Seðlabankastjóri
Í embætti
24. janúar 1986 – 1. september 1990
ForveriDavíð Ólafsson
EftirmaðurBirgir Ísleifur Gunnarsson
Utanríkisráðherra
Í embætti
26. maí 1983 – 24. janúar 1986
ForsætisráðherraSteingrímur Hermannsson
ForveriÓlafur Jóhannesson
EftirmaðurMatthías Á. Mathiesen
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
28. ágúst 1974 – 1. september 1978
ForsetiKristján Eldjárn
ForveriÓlafur Jóhannesson
EftirmaðurÓlafur Jóhannesson
Borgarstjóri Reykjavíkur
Í embætti
19. nóvember 1959 – 1. desember 1972
ForveriGunnar Thoroddsen
EftirmaðurBirgir Ísleifur Gunnarsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1970 1983  Reykv.  Sjálfstæðisfl.
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá til    flokkur
1954 1974  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. desember 1925
Reykjavík, Íslandi
Látinn1. september 1990 (64 ára) Reykjavík, Íslandi. Hvílir í Fossvogskirkjugarði
DánarorsökKrabbamein
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
MakiErna Finnsdóttir
BörnFjögur
ForeldrarHallgrímur Benediktsson og Áslaug Geirsdóttir Zoega
HáskóliHáskóli Íslands og Harvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Æviágrip á vef Alþingis

Geir Hallgrímsson (16. desember 1925 í Reykjavík - 1. september 1990 í Reykjavík) var íslenskur stjórnmálamaður. Hann var borgarstjóri Reykjavíkur frá 1959 til 1972, forsætisráðherra Íslands frá 1974 til 1978, utanríkisráðherra Íslands frá 1983 til 1986, seðlabankastjóri Íslands frá 1986 til 1990 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1973 til 1983. Geir sat á Alþingi frá 1971 til 1986.

Æska og nám

[breyta | breyta frumkóða]

Geir var sonur Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns og alþingismanns, og Áslaugar Geirsdóttur Zoëga.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1948. Á háskólaárunum var hann formaður Stúdentaráðs. Hann var formaður Heimdallar 1952-1954 og Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957-1959. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Geir rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951-1959 og var jafnframt forstjóri H. Benediktsson & Co. 1955-1959.

Geir var borgarstjóri í Reykjavík frá 19. nóvember 1959 til 1. desember 1972, fyrst með Auði Auðuns en einn frá 6. október 1960. Meðan Geir sat sem borgarstjóri voru verklegar framkvæmdir miklar, t.d. voru vel flestar götur Reykjavíkur malbikaðar í borgarstjóratíð hans.

Geir var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1971 og endurkjörinn 1973 en varð formaður flokksins haustið 1973 er Jóhann Hafstein varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum.

Geir var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1971 og varð forsætisráðherra 28. ágúst 1974 og gegndi þeirri stöðu fram til 1978. Hann var þingmaður til 1983. Það ár lét hann af formennsku Sjálfstæðisflokksins.

Hann var utanríkisráðherra 1983-1986 en gegndi upp frá því stöðu bankastjóra í Seðlabankanum til dauðadags 1. september 1990.

  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson (1989). Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár. Sjálfstæðisflokkurinn.
  • Þorsteinn Jónsson (ritstj.) (1993). Reykjahlíðarætt. Líf og saga, Reykjavík.


Fyrirrennari:
Ásgeir Pétursson
Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna
(19571959)
Eftirmaður:
Þór Vilhjálmsson
Fyrirrennari:
Gunnar Thoroddsen
Borgarstjóri Reykjavíkur
(19. nóvember 19591. desember 1972)
Eftirmaður:
Birgir Ísleifur Gunnarsson
Fyrirrennari:
Jóhann Hafstein
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(27. apríl 197112. október 1973)
Eftirmaður:
Magnús Jónsson frá Mel
Fyrirrennari:
Jóhann Hafstein
Formaður Sjálfstæðisflokksins
(12. október 19736. nóvember 1983)
Eftirmaður:
Þorsteinn Pálsson
Fyrirrennari:
'
Alþingismaður Reykvíkinga
(19701983)
Eftirmaður:
'
Fyrirrennari:
Ólafur Jóhannesson
Forsætisráðherra
(28. ágúst 19741. september 1978)
Eftirmaður:
Ólafur Jóhannesson
Fyrirrennari:
Ólafur Jóhannesson
Utanríkisráðherra
(26. maí 198324. janúar 1986)
Eftirmaður:
Matthías Á. Mathiesen
Fyrirrennari:
Davíð Ólafsson
Seðlabankastjóri
(19861. september 1990)
Eftirmaður:
Birgir Ísleifur Gunnarsson