Fossvogskirkjugarður
Útlit
Fossvogskirkjugarður er kirkjugarður innst norðan megin við Fossvoginn upp við Öskjuhlíð. Hann tók við af Hólavallagarði á 4. áratug 20. aldar sem aðalkirkjugarður Reykjavíkur. Hann er um 28 hektarar að stærð. Fyrsti maðurinn sem var grafinn þar var Gunnar Hinriksson vefari 2. september 1932.
1948 var Fossvogskirkja vígð sem grafarkirkja fyrir Fossvogskirkjugarð.