1957
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 1957)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1957 (MCMLVII í rómverskum tölum) var í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjaði á þriðjudegi.
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - Leikfélag Kópavogs hóf starfsemi.
- 24. febrúar -
- Kvikmyndin Gilitrutt var sýnd.
- Sjómannasamband Íslands var stofnað.
- 1. mars - Strætisvagnar Kópavogs voru stofnaðir.
- 2. mars - Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var vígð.
- 14. apríl - Neskirkja var vígð.
- 2. júní - Dvalarheimilið Hrafnista tók til starfa.
- 29. júní - Gústaf 6. Adólf Svíakonungur kom í opinbera heimsókn til Íslands. [1]
- 11. júní - Handknattleikssamband Íslands var stofnað.
- 8. júlí - Ísland tók á móti Noregi á fyrsta knattspyrnuleiknum á Laugardalsvelli. Leikurinn tapaðist 0:3. Völlurinn var þó opnaður formlega tveimur árum síðar. [2]
- 12. ágúst - Fyrstu stöðumælarnir settir upp í Reykjavík.
- Rithöfundasamband Íslands var stofnað.
- Árbæjarsafn var stofnað.
- Skáldsagan Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness kom út.
- Hulda Dóra Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs.
- Kársnesskóli var stofnaður.
Fædd
- 12. janúar - Ásta Möller, alþingismaður.
- 14. janúar - Jakob Þór Einarsson, leikari.
- 23. janúar - Ólafur Ólafsson, kaupsýslumaður.
- 7. apríl - Eiríkur Guðmundsson, leikari.
- 26. maí - Sigurlaugur Elíasson, skáld og myndlistarmaður.
- 18. júní - Vilborg Halldórsdóttir, leikkona.
- 24. júní - Lilja Rafney Magnúsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 15. júlí - Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður.
- 17. ágúst - Ellert Ingimundarson, leikari.
- 2. október - Pálmi Gestsson, leikari.
- 22. október - Bergþór Pálsson, söngvari.
- 27. október - Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor og alþingismaður.
- 4. nóvember – Karl Ágúst Úlfsson, leikari og spaugstofulimur.
Dáin
- 18. júlí - Jón Sveinsson, fyrsti bæjarstjóri Akureyrar (f. 1889).
- 31. október - Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis og þýðandi (f. 1886).
- 17. nóvember - Sigríður Tómasdóttir (í Brattholti), bjargvættur Gullfoss (f. 1870).
- 23. nóvember - Haraldur Hamar Thorsteinsson, rithöfundur (f. 1892).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Saarland varð hluti af Vestur-Þýskalandi.
- 6. janúar - Elvis Presley kom fram í þriðja og síðasta skipti í sjónvarpsþætti Eds Sullivan og var aðeins sýndur fyrir ofan mitti þar sem mjaðmahreyfingar hans þóttu ósiðlegar.
- 9. janúar - Anthony Eden sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands og Harold Macmillan tók við daginn eftir.
- 16. janúar - The Cavern Club var opnaður í Liverpool.
- 20. janúar -
- Dwight D. Eisenhower hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna.
- Ísrael hörfaði frá Sínaískaga sem var hertekinn í október 1956.
- 18. febrúar - Síðasta aftakan fór fram á Nýja-Sjálandi.
- 28. febrúar - Viggó viðutan birtist í fyrsta sinn á prenti.
- 3. mars - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1957 fór fram.
- 6. mars - Gullströndin og Breska Tógóland urðu að sjálfstæða ríkinu Gana.
- 7. mars - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957 hófst.
- 25. mars - Evrópubandalagið var stofnað með undirritun Rómarsáttmálans.
- 9. apríl - Egyptaland opnaði Súesskurðinn aftur fyrir allri skipaumferð.
- 6. júlí - hinn 15 ára Paul McCartney hitti John Lennon og hljómsveit hans The Quarrymen.
- 25. júlí - Túnis varð lýðveldi og Habib Bourguiba fyrsti forseti þess.
- 29. júlí - Alþjóða kjarnorkumálastofnunin stofnsett.
- 31. ágúst - Malaja-sambandið (síðar Malasía) hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 5. september - Skáldsagan Á vegum úti eftir Jack Kerouac kom út.
- 21. september - Ólafur 5. varð konungur Noregs.
- 24. september - Camp Nou, heimavöllur FC Barcelona, opnaði.
- 4. október - Spútnikáfallið: Sovétmenn skutu gervihnettinum Spútnik 1. á loft.
- 3. nóvember - Tíkinni Laika skotið út í geiminn með Spútnik 2.
- 5. desember - Sukarno Indónesíuforseti vísaði öllum hollenskum ríkisborgurum, 326.000 að tölu, úr landi í Indónesíu.
- Mao Zedong viðurkenndi á árinu að 800.000 stéttaóvinir hefðu verið þurrkaðir út milli 1949 og 1954.
- Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla var fyrst haldin og Knattspyrnusamband Afríku var stofnað.
Fædd
- 23. janúar - Karólína prinsessa af Mónakó.
- 18. febrúar - Marita Koch, þýsk íþróttakona.
- 19. febrúar - Hansi Hölzel, austurrískur söngvari.
- 24. febrúar - Tome, belgískur myndasagnahöfundur.
- 9. mars - Mona Sahlin, sænskur stjórnmálamaður.
- 10. mars - Osama bin Laden, arabískur hryðjuverkaleiðtogi (d. 2011).
- 20. mars - Spike Lee, bandarískur leikstjóri.
- 29. mars - Christopher Lambert, franskur leikari.
- 3. apríl - Yves Chaland, franskur myndasöguhöfundur.
- 4. apríl - Aki Kaurismäki, finnskur leikstjóri.
- 9. apríl - Severiano Ballasteros, spænskur golfleikari.
- 17. apríl - Nick Hornby, enskur rithöfundur.
- 29. apríl - Daniel Day-Lewis, breskur leikari.
- 10. maí - Sid Vicious, enskur pönktónlistarmaður (d. 1979).
- 19. júní - Anna Lindh, sænskur stjórmálamaður (d. 2003).
- 23. júní - Frances McDormand, bandarísk leikkona.
- 13. júlí - Cameron Crowe, bandarískur leikstjóri.
- 9. ágúst - Melanie Griffith, bandarísk leikkona.
- 11. ágúst - Richie Ramone, bandarískur rokktónlistarmaður.
- 24. ágúst - Stephen Fry, enskur leikari og rithöfundur.
- 1. september - Gloria Estefan, kúbversk-bandarísk söngkona.
- 4. september - Khandi Alexander, bandarísk leikkona.
- 12. september - Hans Zimmer, þýskt tónskáld.
- 22. september - Nick Cave, ástralskur tónlistarmaður og rithöfundur.
- 2. október - Janry, belgískur teiknari.
- 11. október - Dawn French, bresk gamanleikkona.
- 9. desember - Donny Osmond, bandarískur poppsöngvari.
- 13. desember - Steve Buscemi, bandarískur leikari.
- 24. desember - Hamid Karzai, forseti Afganistan.
- 25. desember - Shane MacGowan, írskur söngvari.
Dáin
- 10. janúar - Gabriela Mistral, chileanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1889).
- 14. janúar - Humphrey Bogart, bandarískur leikari (f. 1899).
- 16. janúar - Arturo Toscanini, ítalskur hljómsveitarstjóri (f. 1867).
- 18. janúar - Álvaro Gestido, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1907).
- 10. febrúar - Laura Ingalls Wilder, bandarískur rithöfundur (f. 1867).
- 2. maí - Joseph McCarthy, bandarískur öldungadeildarþingmaður (f. 1908).
- 12. maí - Erich von Stroheim, austurrískur leikari og leikstjóri (f. 1885).
- 17. maí - Ramon Magsaysay, forseti Filippseyja, fórst í flugslysi (f. 1907).
- 7. ágúst - Oliver Hardy, bandarískur gamanleikari (f. 1892).
- 2. september - William A. Craige, skoskur orðabókahöfundur (f. 1867).
- 20. september - Jean Sibelius, finnskt tónskáld (f. 1865).
- 21. september - Hákon 7. Noregskonungur (f. 1872).
- 24. október - Christian Dior, franskur tískukóngur (f. 1905).
- 29. október - Louis B. Mayer, bandarískur kvikmyndamógúll og forstjóri Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) (f. 1885).
- 30. nóvember - Beniamino Gigli, ítalskur tenórsöngvari (f. 1890).
- Eðlisfræði - Chen Ning Yang, Tsung-Dao Lee
- Efnafræði - Lord Alexander R. Todd
- Læknisfræði - Daniel Bovet
- Bókmenntir - Albert Camus
- Friðarverðlaun - Lester Bowles Pearson
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið 29.6, 1957 Tímarit.is
- ↑ [1] KSÍ,