Fara í innihald

Spútnik 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spútnik 2 (rússneska: Спутник-2) var sovéskt annað geimfar mannkynssögunnar á braut um Jörðu. Spútnik 2 var skotið á loft þann 3. nóvember, 1957 og innihélt tík sem hét Laíka. Farið sjálft var fjögurra metra hátt keilulaga hylki og um tveggja metra breitt þar sem það var breiðast. Þar var að finna hólf fyrir senditæki, fjarskiptasenda og -nema, forritunar-, endurnýjunar- og kælikerfi auk annarra vísindalegra áhalda. Annar innsiglaður klefi innihélt hundinn, Laíku.

Upplýsingar voru sendar frá gervihnettinum Tral D fjarskiptakerfinu sem sendi gögn til Jarðarinnar í fimmtán mínútur hvers hrings umhverfis Jörðina. Tveir geislamælar voru um borð til þess að mæla geimgeislun, útfjólublátt ljós og röntgengeisla frá Sólinni.

Yfirlit verkefnisins[breyta | breyta frumkóða]

Spútnik 2 var skotið á loft með ICBM R-7 eldflaug, ekki ósvipaðri þeirri sem notuð var til að skjóta á loft Spútnik 1. Sporbaugur gervihnattarins var 212 × 1660 kílómetrar og umferðatíminn 103,7 mínútur. Hluti eldflauganna sem notaðar voru til að koma geimfarinu á loft losnuðu ekki rétt frá sem olli því að hitajöfnunarbúnaður farsins skemmdist að hluta til svo hitinn reis upp í allt að 40°C. Laíka lifði af tæplega fjórar umferðir um Jörðina[1] í stað þeirra tíu daga sem gert var ráð fyrir. Braut Spútnik 2 afmyndaðist smám saman og þann 14. apríl, 1958 fór farið inn í gufuhvolf Jarðarinnar eftir 162 daga í geimnum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Grein um Spútnik 2 af vefsíðu Encyclopedia Astronautica“.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]