Gilitrutt (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gilitrutt
Auglýsing úr Morgunblaðinu
LeikstjóriJónas Jónasson
HandritshöfundurÁsgeir Long
Valgarð Runólfsson
FramleiðandiÁsgeir Long
Leikarar
Frumsýning24. febrúar, 1957
Tungumálíslenska

Gilitrutt er íslensk kvikmynd eftir Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson. Aðalhlutverk léku Ágústa Guðmundsdóttir, Martha Ingimarsdóttir og Valgarð Runólfsson en Jónas Jónasson leikstýrði. Tökur fóru fram í Hvalfirði, Keldum[1], Sjómannaskólanum, Gálgahrauni og draumasenan var tekin upp í frystihúsi á Flatahrauni.[2] Sú leikmynd var smíðuð á 3 mánuðum og rifin strax eftir tökur.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fegurðardrottningarnar leika báðar í íslenzku kvikmyndinni Gilitrutt - Þjóðviljinn (14.09.1956)“. timarit.is. Sótt 28. september 2023.
  2. „Ævintýramyndin Gilitrutt - Fálkinn“. timarit.is. Sótt 28. september 2023.
  3. „Frá ullarkömbum í austurlenzka höll - Nýi tíminn“. timarit.is. Sótt 28. september 2023.
  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.