Fara í innihald

Bergþór Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergþór Pálsson með karlakórinn Hreim í bakgrunni

Bergþór Pálsson (fæddur 22. október 1957) er íslenskur baritónsöngvari og skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.[1]

Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans voru Hulda Baldursdóttir (1923-2013) ritari og Páll Bergþórsson (1923-2024) fyrrverandi veðurstofustjóri. Eiginmaður Bergþórs er Albert Eiríksson. Bergþór á einn son.

Bergþór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1978 og BA gráðu í tónlist frá Indiana háskóla í Bandaríkjunum árið 1985, MA gráðu í tónlist frá sama skóla árið 1987 og útskrifaðist sem leikari frá Drama Studio í London árið 1997.

Hann var óperusöngvari við Óperuna í Kaiserslautern í Þýskalandi frá 1988-1991 og hefur sungið í fjölda verka sem Íslenska óperan hefur sett upp.[2] Bergþór var ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2020.[1]

Bergþór var lengi orðaður við forsetaframboð í forsetakosningunum 2016[3] en í kjölfarið af því að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri ákvað Bergþór að bjóða sig ekki fram.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Mbl.is. „Bergþór Pálsson ráðinn skólastjóri“ (skoðað 6. febrúar 2021)
  2. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í bls. 91 (Reykjavík, 2003)
  3. „Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér“. Vísir. Sótt 24. apríl 2016.
  4. „Kosningabaráttunni snúið á haus“. Kjarninn. Sótt 24. apríl 2016.