Viggó viðutan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Viggó viðutan (franska: Gaston Lagaffe) er belgísk persóna í samnefndum teiknimyndasögum eftir André Franquin. Ævintýri Viggós birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi.

Í sögunum vinnur Viggó á blaði ásamt Val úr sögunum um Sval og Val. Hann veldur þar sífelldum vandræðum sem oft og tíðum eru tengd steindaldarhörpunni hans svokölluðu.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Bókaútgáfan Iðunn gaf út 12 bækur um Viggó á árunum 1978 til 1988, númeraðar 1 til 12. Froskur útgáfa hóf svo að gefa Viggó út árið 2015, með sömu röð á bókunum og 40 ára afmælisútgáfa Dupuis og Marsu útgefendanna.

Bókaútgáfan Iðunn[breyta | breyta frumkóða]

 1. Viggó hinn óviðjafnanlegi (Le Géant de la gaffe 1972) [ísl. útg. 1978, bók 1]
 2. Hrakfarir og heimskupör (Gaffes, bévues et boulettes 1973) [ísl. útg. 1979, bók 2]
 3. Viggó hinn ósigrandi (Le Gang des gaffeurs 1974) [ísl. útg. 1979, bók 3]
 4. Leikið lausum hala [ísl. útg. 1980, bók 4]
 5. Viggó - vikadrengur hjá Val (Un gaffeur sachant gaffer 1969) [ísl. útg. 1980, bók 5]
 6. Viggó á ferð og flugi [ísl. útg. 1982, bók 6]
 7. Viggó bregður á leik (Des gaffes et des dégâts 1968) [ísl. útg. 1982, bók 7]
 8. Með kjafti og klóm (Le Cas Lagaffe 1971) [ísl. útg. 1983, bók 8]
 9. Mallað og brallað (Lagaffe nous gâte 1970) [ísl. útg. 1983, bók 9]
 10. Glennur og glappaskot (Gaffes et gadgets 1985) [ísl. útg. 1986, bók 10]
 11. Skyssur og skammastrik (Le Lourd Passé de Lagaffe 1986) [ísl. útg. 1987, bók 11]
 12. Kúnstir og klækjabrögð (Gare aux gaffes du gars gonflé 1973) [ísl. útg. 1988, bók 12]

Froskur útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

 1. Braukað og bramlað (Les gaffes d'un gars gonflé) [ísl. útg. 2016, bók 3]
 2. Gengið af göflunum (Gala de gaffes) [ísl. útg. 2015, bók 4]
 3. Vandræði og veisluspjöll (Le bureau des gaffes en gros) [ísl. útg. 2017, bók 5]
 4. Dútl og draumórar (Gaffes à gogo) [ísl. útg. 2018, bók 2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.