Sigurlaugur Elíasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurlaugur Elíasson (f. 1957) er íslenskur myndlistarmaður og ljóðskáld. Hann lauk stúdentsprófi árið 1978 og lokaprófi frá málunardeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1983.

Sigurlaugur sýndi fyrst á samsýningu 5 ungra málara í Nýlistasafninu árið 1983. Fyrsta einkasýning hans var í Listasafni ASÍ 1985. Hann hefur haldið tíu einkasýningar á málverkum og grafík. Sigurlaugur gaf út fyrstu ljóðabók sína Grátónaregnbogann 1985. Sú síðasta og áttunda í röðinni er Lesarkir landsins, 2004. Hann býr og starfar á Sauðárkróki.

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Grátónaregnboginn (1985)
  • Brunnklukkuturninn (1986)
  • Blýlýsi (1989)
  • Jaspís (1990)
  • Harmónikuljóð frá Blýósen (1995)
  • Skjólsteinn (1998)
  • Græna skyggnishúfan (2000)
  • Lesarkir landsins (2004)