Fara í innihald

Knattspyrnusamband Afríku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knattspyrnusamband Afríku (franska: Confédération Africaine de Football, skammstöfun: CAF) er yfirumsjónaraðili fyrir afríska knattspyrnu. Aðildarfélög sambandsins eru 56 talsins.

Sambandið er fulltrúi fótbolta aðildarfélaga Afríku og rekur álfu-, þjóðar- og félagakeppnir. Það stýrir einnig verðlaunaupphæðum, reglugerðum og útsýningarrétti þessara keppna. Sambandið er stærst aðildarsamtaka Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Síðan að liðum var fjölgað á Heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla 1998 í 32 lið, hefur sambandið fengið úthlutað fimm sætum, þó þeim var fjölgað í sex fyrir Heimsmeistaramótið 2010 vegna þess að þá var Knattspyrnusamband Suður-Afríku gestgjafi mótsins. Frá 1991 hefur sambandið staðið fyrir Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu kvenna.

Sambandið var stofnað 8. febrúar 1957 í Kartúm, Súdan,[1] af Egypsku, Eþíópísku, Suður-Afrísku og Súdönsku[2] knattspyrnusamböndunum, eftir umræður þeirra á milli á Avenida Hótelinu í Lissabon, Portúgal. Fyrstu höfuðstöðvarnar voru staðsettar í Khartoum, þangað til endsupptök gerðu það að verkum að þær fluttu til Kaíró í Egyptalandi. Youssef Mohamad var fyrsti ritarinn og Abdel Aziz Abdallah Salem fyrsti forsetinn.

Núverandi forseti er Ahmad Ahmad frá Madagaskar, sem var kosinn 16. mars 2017.[3] Núverandi ritari er Egyptinn Amr Fahmy, sem hefur verið í embætti síðan 16. nóvember 2017.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Historical Dictionary of Soccer. 2011. bls. 21. ISBN 9780810873957.
  2. International Sport Management (enska). Human Kinetics. ISBN 9781450422413.
  3. „Madagascar FA chief Ahmad elected as new Caf president“. BBC News. 16. mars 2017. Sótt 16. mars 2017.
  4. Football, CAF – Confederation of African. „CAF – News Center – News – NewsDetails“. www.cafonline.com. Sótt 29. nóvember 2017.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]