Fara í innihald

Abel Tasman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Abel Janszoon Tasman)
Málverk af Abel Tasman eignað Jacob Gerritsz um 1637.

Abel Janszoon Tasman (1603október 1659) var hollenskur landkönnuður, þekktastur fyrir leiðangra sína austurleiðina til Kyrrahafsins árin 1642 og 1644, í þjónustu Hollenska Austur-Indíafélagsins. Þetta voru fyrstu ferðir Evrópumanna til eyjanna Van Diemenslands (sem nú heitir Tasmanía) og Nýja-Sjálands. Hann kortlagði einnig stóra hluta Ástralíu. Hlutverk hans var að kanna Nýja-Holland (Ástralíu) og sjá hvort það væri hluti stóra meginlandsins Terra australis incognita („óþekkt land í suðri“) sem menn töldu að væri til. Austur-Indíafélagið vonaði að hann myndi þannig uppgötva nýtt, áður óþekkt meginland, og náttúruauðlindir þess.

Kort sem sýnir leiðirnar sem Tasman fór.

Nafni Tasmans hefur verið haldið á lofti í ýmsum örnefnum:

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.