Fara í innihald

Skerjagarðshaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Skerjagarðshafs

Skerjagarðshaf er hafsvæði í Eystrasalti á milli Helsingjabotns, Kirjálabotns og Álandshafs. Það dregur nafn sitt af því að þar er mikill fjöldi eyja og skerja, þar á meðal sjálfstjórnarhéraðið Álandseyjar. Stærri eyjar (yfir 1 km² að stærð) eru 257 en minni eyjar eru um 17.700 talsins og um 50.000 ef sker eru talin með sem þýðir að þetta er sá eyjaklasi heims sem flestar hefur eyjarnar. Eyjarnar skiptast milli Álandseyja og Suðvestur-Finnlands.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.