SORPA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

SORPA er byggðasamlag sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu árið 1987 til að sjá um hirðingu, móttöku og förgun sorps. Upphaflega nefndist fyrirtækið Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins en fljótlega festist gælunafnið „Sorpa“ við það. Um 1990 hóf fyrirtækið að setja upp gámastöðvar þar sem tekið er á móti flokkuðu sorpi og 1991 var opnuð móttökustöð í Gufunesi og nýir sorphaugar teknir í notkun á Álfsnesi. Um 1993 hófu starfsmenn SORPU að koma heillegum húsgögnum til hjálparþurfi gegnum hjálparsamtök og 1995 var opnaður nytjamarkaður sem fékk nafnið „Góði hirðirinn“ árið 1999. Árið 2017 rak SORPA 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð í Gufunesi og urðunarstað í Álfsnesi, auk fjölda grenndargáma í hverfunum þar sem tekið er við flokkuðu sorpi.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.