Sorpa
Sorpa er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem sér um hirðingu, móttöku og förgun sorps.
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu[a] tóku sig saman og stofnuðu fyrirtækið „Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins“ árið 1988,[1] fljótt festist gælunafnið „Sorpa“ við það. Móttökustöð var opnuð í Gufunesi árið 1991 og nýr 40 hektara urðunarstaður í Álfsnesi (Kjalarnesi) tekinn í notkun.[1] Áður höfðu sorphaugar verið reknir í Gufunesi, enn áður á Eiðisgranda.[1] Stofnkostnaður var 600 milljónir króna[1] (1,9 milljarðar króna á verðlagi ársins 2019).[2]
Árið 2000 sendi Sorpa tæp 30% af þeim úrgangi sem þeim barst í endurvinnslu og urðaði 70%.[3]
Árið 2017 rak Sorpa 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð í Gufunesi og urðunarstað í Álfsnesi, auk fjölda grenndargáma í hverfunum þar sem tekið er við flokkuðu sorpi.
Góði hirðirinn[breyta | breyta frumkóða]
Um 1993 hófu starfsmenn Sorpu að koma heillegum húsgögnum til hjálparþurfi gegnum hjálparsamtök og 1995 var opnaður nytjamarkaður sem fékk nafnið „Góði hirðirinn“ árið 1999.
Góða hirðinum berast daglega 5 gámar af nytjahlutum, þar af eru tveir sem sendir eru til baka til förgunar eða endurvinnslu.[4]
Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur, og Kjalarneshreppur
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Valþór Hlöðversson (1. mars 1991). „Hreint land, betra land!“. Frjáls verslun. bls. 30–38.
- ↑ „Verðbólgureiknivél“. Hagstofa Íslands.
- ↑ „Afrakstur samvinnu við almenning og fyrirtæki“. Morgunblaðið. 1. mars 2001. bls. 47.
- ↑ „Sorpa endurskoðar rekstur Góða hirðisins“. Fréttablaðið.