Sorp
Útlit
Sorp (einnig þekkt sem rusl, skran eða drasl) er óæskilegt eða ónytsamlegt efni. Í lífverum kallast ónytsamleg efni eða eiturefni sem þær gefa frá sér úrgangur.
Sorp er tengt þróun mannsins á tæknilegan og félagslegan hátt. Samsetning sorps hefur breyst með tímanum. Sumt sorp hefur hagfræðilegt gildi og má endurvinna.
Sorp getur verið huglægt hugtak, það er að segja það sem er talið sorp af sumu fólki er ekki talið sorp af öðru fólki. Víða er talið að sorp sé nýtanleg auðlind, en deilt er um hvernig best sé að nota hana.
Til eru margar tegundir af sorpi sem eru unnar með sorpstjórnun:
- Heimilissorp
- Byggingar- og niðurrifssorp
- Iðnaðarsorp
- Læknisfræðilegt sorp
- Spilliefni, geislavirkt sorp og rafeindasorp
- Lífbrjótanlegt sorp
Oft er sorp grafið í jörðu á sérstökum urðunarstöðum.