Ricchi e Poveri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ricchi e Poveri (2005)

Ricchi e Poveri er ítölsk popphljómsveit sem stofnuð var árið 1967. Alls hefur sveitin selt meira en 20 milljónir platna.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Ricchi e Poveri var stofnuð árið 1967 af Franco Gatti, Angela Brambati, Angelo Sotgiu og Marina Occhiena. Fyrsta opinbera framkoma þeirra var árið eftir þegar sveitin flutti lagið „L'ultimo amore“ í Cantagiro. Árið 1978 tók hljómsveitin þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með lagið „Questo Amore“. Þau lentu í 12. sæti með 53 stig. Árið 1981 hætti svo Marina Occhiena í hljómsveitinni.

Ricchi e Poveri hefur tekið upp á bæði ítölsku og spænsku. Þekkt lög frá sveitinni eru meðal annnara „Mamma Maria“, „Se m'innamoro“, „Made in Italy“ og „M'innamoro di te“. Þá hefur lagið „Voulez Vous Danser“ verið endurútgefið sem íslenskt jólalag.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

 • Un diadema di successi (1976)
 • Ricchi & Poveri (1976)
 • I musicanti (1976)
 • Come eravamo (1980)
 • E penso a te (1982)
 • Mamma Maria (1982)
 • Voulez vous danser (1983)
 • Sarà perche ti amo (1983)
 • Ieri & oggi (1983)
 • Dimmi quando (1985)
 • Cocco bello Africa (1987)
 • Nascerà Gesù (1988)
 • Buona giornata e... (1989)
 • I grandi successi (1994)
 • Parla col cuore (2001/2002)