Marmarahaf
Útlit
Marmarahaf (Tyrkneska: Marmara denizi, Nútíma Gríska: Μαρμαρα̃ Θάλασσα eða Προποντίδα) er innhaf í Norðvestur-Tyrklandi, tengt Svartahafi um Bosporussund og Eyjahafi um Dardanellasund. Það aðskilur ásamt fyrrnefndum sundum evrópsku og asísku hluta Tyrklands. Nokkrar eyjar eru í Marmarahafi með marmaranámunum frægu. Hin stærsta þeirra er Marmara (129 km²). Hafið er 277 km langt og 11.140 km² að flatarmáli.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Gervihnattamynd af Istanbúl við op Bosporussunds Geymt 17 nóvember 2005 í Wayback Machine
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Marmarahafi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Marmarahaf.