Grundarhverfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grundarhverfi er þéttbýli á Kjalarnesi við rætur Esju sem tilheyrir 10. hverfi Reykjavíkur: Kjalarnesi. Hverfið heitir eftir bænum Grund sem var hjáleiga úr landi Vallár. Íbúar hverfisins voru um 560 árið 2019.

Klébergsskóli og Klébergslaug eru í hverfinu.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.