Fara í innihald

Golfvöllurinn í Brautarholti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Golfvöllurinn í Brautarholti er 12 holu golfvöllur á Kjalarnesi í Reykjavík. Völlurinn stendur við sjóinn í landi Brautarholts.

Golfklúbbur Brautarholts (skammstafað GBR) var stofnaður 16.mars 2011 og ári seinna eða ágúst 2012 voru fyrstu 9 holurnar opnaðar. Árið 2017 var völlurinn stækkaður í 12 holur. Skipulag brauta var hannað af Edwin Roald en völlurinn sjálfur af Michael Kelly. Golfkúbbur Brautarholts (GBR) er aðili að Golfsambandi Íslands og Golf Iceland frá árinu 2012.