Fara í innihald

Kim Dae-jung

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kim Dae-Jung)
Kim Dae-jung
김대중
Forseti Suður-Kóreu
Í embætti
25. febrúar 1998 – 25. febrúar 2003
ForsætisráðherraKim Jong-pil
Park Tae-joon
Lee Han-dong
Chang Sang
Chang Dae-whan
Kim Suk-soo
ForveriKim Young-sam
EftirmaðurRoh Moo-hyun
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. janúar 1924
Hauido, japönsku Kóreu (nú Suður-Kóreu)
Látinn18. ágúst 2009 (85 ára) Seúl, Suður-Kóreu
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkur Kóreu
MakiCha Yong-ae (g. 1945; d. 1959); Lee Hui-ho (g. 1962)
TrúarbrögðKaþólskur
BörnKim So-hee, Kim Hong-il, Kim Hong-up, Kim Hong-gul
StarfStjórnmálamaður
VerðlaunFriðarverðlaun Nóbels
Undirskrift

Kim Dae-jung (6. janúar 1924 – 18. ágúst 2009) var forseti Suður-Kóreu frá 1998 til 2003. Hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 2000 fyrir hina svokölluðu „Sólskinsstefnu“ sína í utanríkismálum gagnvart Norður-Kóreu sem vann að því að koma á sáttum milli ríkjanna tveggja. Sólskinsstefnan byggðist að nokkru leyti á „austurstefnuWilly Brandt, kanslara Vestur-Þýskalands, í samskiptum við Austur-Þýskaland. Kim er eini Kóreumaðurinn sem hefur unnið til Nóbelsverðlauna.

Kim hafði lengi verið forystumaður stjórnarandstöðunnar og talsmaður fyrir lýðræðisumbótum í Suður-Kóreu. Hann byrjaði stjórnmálaferil sinn á sjötta áratugnum og var kjörinn á þing árið 1961. Hann komst þó ekki á þing fyrr en tveimur árum síðar því að þremur dögum eftir kosningarnar rændi Park Chung-hee völdum í Suður-Kóreu og tók sér einræðisvald. Kim vakti fyrst verulega athygli tíu árum síðar þegar hann sigraði Park nærri því í forsetakosningum þrátt fyrir að einræðisstjórnin beitti stórtæku kosningasvindli.[1]

Eftir að Park kom á herlögum flúði Kim til útlegðar í Japan. Árið 1973 slapp Kim naumlega með líf sitt þegar leyniþjónusta Parks reyndi að koma honum fyrir kattarnef. Kim sneri aftur til Suður-Kóreu eftir dauða Parks en var handtekinn og yfirgaf Suður-Kóreu á ný eftir að hafa afplánað tveggja og hálfs árs fangavist. Hann sneri endanlega heim árið 1985 og var kjörinn forseti árið 1997.

Kim hefur verið kallaður „Nelson Mandela Suður-Kóreu“.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Veitt fyrir sáttastarf á Kóreuskaga“. mbl.is. 14. október 2001. Sótt 5. janúar 2017.
  2. „Kim Dae-jung: Dedicated to reconciliation“ (enska). CNN. 14. júní 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2006. Sótt 5. janúar 2017.


Fyrirrennari:
Kim Young-sam
Forseti Suður-Kóreu
(25. febrúar 199825. febrúar 2003)
Eftirmaður:
Roh Moo-hyun