Park Geun-hye
Park Geun-hye 박근혜 | |
---|---|
Forseti Suður-Kóreu | |
Í embætti 25. febrúar 2013 – 10. mars 2017 | |
Forsætisráðherra | Chung Hong-won Lee Wan-koo Choi Kyoung-hwan (starfandi) Hwang Kyo-ahn |
Forveri | Lee Myung-bak |
Eftirmaður | Hwang Kyo-ahn (til bráðabirgða) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 2. febrúar 1952 Daegu, Suður-Kóreu |
Stjórnmálaflokkur | Saenuri-flokkurinn |
Foreldrar | Park Chung-hee og Yuk Young-soo |
Háskóli | Sogang-háskóli Université Grenoble-Alpes |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Park Geun-hye (kóreska: 박근혜) (f. 2. febrúar 1952) er suður-kóreskur stjórnmálamaður sem var forseti Suður-Kóreu frá 2013 til 2017.
Park er fyrsta konan sem hefur náð kjöri til forseta Suður-Kóreu[1] og jafnframt fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi kjörinn í almennum kosningum í Austur-Asíu.
Áður en hún varð forseti var Park formaður íhaldsflokksins GNP (Grand National Party) sem breytti nafni sínu í Saenuri-flokkinn í febrúar 2012 og þar áður frá 2004 til 2006 og 2011 til 2012. Hún var einnig meðlimur á suður-kóreska þinginu í fjögur kjörtímabil frá 1998 til 2012. Hún hóf sitt fimmta kjörtímabil sem fulltrúi þjóðernislistans í júní 2012. Faðir hennar, Park Chung-hee, var forseti og einræðisherra Suður-Kóreu frá 1963 til 1979.[1]
Árin 2013 og 2014 var Park númer 11 á lista tímaritsins Forbes yfir voldugustu konur heims og var talin sú voldugasta í Austur-Asíu.[2] Árið 2014 var hún í 46. sæti á lista Forbes yfir valdamesta fólk í heimi, þriðji hæsti Suður-Kóreumaðurinn á listanum.
Þann 9. desember 2016 var Park dregin fyrir landsdóm og henni bolað úr embætti vegna ásakana á hendur aðstoðarmanns hennar, Choi Soon-sil, um að hafa selt áhrifastöður og auðgað sjálfa sig á kostnað ríkisins.[3] Hún var svipt forsetavaldi eftir að dómurinn var felldur. Hwang Kyo-ahn forsætisráðherra tók við sem bráðabirgðaforseti.[4] Dómurinn var staðfestur á stjórnarskrárdómstól Kóreu og Park var formlega leyst frá störfum þann 10. mars 2017.[5]
Park dvaldi í fangelsi í Seúl[6] þar til suður-kóresk stjórnvöld náðuðu hana á aðfangadag 2021.[7]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Demick, Barbara; Choi, Jung-yoon (19. desember 2012). „South Korea elects first female president“. Los Angeles Times (bandarísk enska). ISSN 0458-3035. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 mars 2016. Sótt 18. nóvember 2016.
- ↑ „The 25 Most Powerful Women in the World“. Forbes. Sótt 16. júní 2014.
- ↑ Choe Sang-hun (9. desember 2016). „South Korea Parliament Votes to Impeach President Park Geun-hye“. The New York Times. Sótt 9. desember 2016.
- ↑ „Park names Justice Minister Hwang Kyo-ahn as new PM“. Yonhap. 21. maí 2015. Sótt 21. maí 2015.
- ↑ Sang-hun, Choe (9. mars 2017). „South Korea Removes President Park Geun-hye“. The New York Times. Sótt 10. mars 2017.
- ↑ Sang-hun, Choe (31. mars 2017). „Park Geun-hye's Life in Jail: Cheap Meals and a Mattress on the Floor“. The New York Times. ISSN 0362-4331. Sótt 13. maí 2017.
- ↑ Ævar Örn Jósepsson (24. desember 2021). „Stjórnvöld í Suður Kóreu náða Park Geun-hye“. RÚV. Sótt 25. desember 2021.
Fyrirrennari: Lee Myung-bak |
|
Eftirmaður: Hwang Kyo-ahn (til bráðabirgða) |