Moon Jae-in

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Moon Jae-in
문재인
Moon Jae-in árið 2017.
Forseti Suður-Kóreu
Í embætti
10. maí 2017 – 10. maí 2022
ForsætisráðherraHwang Kyo-ahn
Yoo Il-ho (starfandi)
Lee Nak-yeon
Chung Sye-kyun
Hong Nam-ki (starfandi)
Kim Boo-kyum
ForveriHwang Kyo-ahn (starfandi)
EftirmaðurYoon Suk-yeol
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. janúar 1953 (1953-01-24) (71 árs)
Geoje, Suður-Kóreu
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkur Kóreu
MakiKim Jung-sook (g. 1981)
HáskóliKyung Hee-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Moon Jae-in (kóreska: 문재인) (f. 24. janúar 1953) er fyrrverandi forseti Suður-Kóreu.[1] Hann var kjörinn forseti árið 2017 eftir að forvera hans, Park Geun-hye, var vikið úr embætti.

Moon er fyrrverandi aðgerðasinni og mannréttindalögfræðingur og hafði verið aðalforsetaritari þáverandi forseta Suður-Kóreu, Roh Moo-hyun.[2] Moon var eitt sinn leiðtogi kóreska Demókrataflokksins og sat á þingi fyrir flokkinn frá 2012 til 2016. Hann var frambjóðandi sameinaða Demókrataflokksins í forsetakosningum ársins 2012 en tapaði þar naumlega fyrir Park Geun-hye.

Sem forseti hefur Moon beitt sér fyrir því að tryggja frið á Kóreuskaga og bæta samskipti við Norður-Kóreu. Árið 2018 varð Moon fyrsti leiðtogi Suður-Kóreumanna í rúman áratug[3] til að funda með leiðtoga Norður-Kóreu þegar hann hitti Kim Jong-un. Á fundi þeirra þann 27. apríl sammældust leiðtogarnir um að stefna á að binda formlegan enda á Kóreustríðið og fjarlægja kjarnorkuvopn af Kóreuskaga.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Heit­ir því að tryggja frið á skag­an­um“. mbl.is. 10. maí 2017. Sótt 27. apríl 2018.
  2. „Moon Jae-in: Who is South Korea's new president?“. BBC News (bresk enska). 9. maí 2017. Sótt 13. maí 2017.
  3. „Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim“. Vísir. 10. febrúar 2018. Sótt 27. apríl 2018.
  4. Ásgeir Tómasson (27. apríl 2018). „Leiðtogafundi Kóreuríkjanna fagnað“. RÚV. Sótt 27. apríl 2018.


Fyrirrennari:
Hwang Kyo-ahn
(starfandi)
Forseti Suður-Kóreu
(10. maí 201710. maí 2022)
Eftirmaður:
Yoon Suk-yeol