Umferðarmiðstöðin
Útlit
(Endurbeint frá BSÍ)
Umferðarmiðstöðin BSÍ (oft þekkt aðeins sem BSÍ) er samgöngumiðstöð sem stendur við Vatnsmýrarveg í Reykjavík. Stöðin er ein helsta samgöngumiðstöð höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina og þaðan fara m.a. flugrútur til Keflavíkurflugvallar. Umferðarmiðstöðin var byggð á grundvelli laga um miðstöð fólksflutninga í Reykjavík. Framkvæmdir hófust árið 1959 og hún var opnuð 21. nóvember 1965. Arkitekt var Gunnar Hansson. Árið 2009 tók fyrirtækið Kynnisferðir húsnæðið á leigu, en til stendur að reisa nýja umferðarmiðstöð.[1][2] Frá 2012 hafa langleiðir Strætó bs. notað skiptistöð í Mjódd sem samgöngumiðstöð, fyrir utan leið 55 til Keflavíkur.[3] Skammstöfunin BSÍ stendur fyrir Bifreiðastöð Íslands.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Björn Ragnarsson (13. júní 2024). „Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ“. Vísir.
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson (18.12.2018). „Ný samgöngumiðstöð á BSÍ-reit færist nær“. Mbl.is.
- ↑ Sólrún Svava Skúladóttir, Daði Baldur Ottósson, Hlöðver Stefán Þorgeirsson (15.4.2019). Almenningssamgöngur á landsvísu: Núverandi staða, ávinningur af nýtingu og þróunarmöguleikar (PDF) (Report). Efla. bls. iii.