Fara í innihald

Samgöngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upplýsingaskilti við veg auðveldar fólki að komast leiðar sinnar.

Samgöngur er hugtak sem notað er um ferðir manna og varnings á milli tveggja staða, oft með farartæki sem ferðast á vegum. Samgöngur eru veigamikill hluti efnahags ríkja og eru sömuleiðis mikilvægar fyrir viðskipti þeirra á milli.

Í grófum dráttum má skipta samgöngum í innviði, farartæki og aðgerðir. Til innviðisins heyrir vegakerfið, lestarkerfið, flugvellir, hafnir, síki og hvers konar mannvirki ætluðum auðveldari samgöngur. Faratækin geta verið reiðhjól, mótorhjól, bílar, flugvélar, skip, lestir, o.s.frv. Aðgerðir lúta svo að stjórnun faratækjanna og þess laga- og reglugerðarumhverfis samgangna sem er til staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með samgöngumál á Íslandi.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.