James-flói
Útlit
(Endurbeint frá Jamesflói)
James-flói er flói sem gengur inn úr suðurenda Hudson-flóa í Kanada. Fylkin Québec og Ontario eiga land að flóanum en eyjarnar í honum tilheyra Nunavut. Stærsta eyjan í flóanum er Akimiski. Flóinn heitir eftir velska skipstjóranum Thomas James sem kannaði þetta svæði árin 1630 og 1631.