Íslandshaf
Útlit
(Endurbeint frá Dumbshaf)
Íslandshaf [1] einnig kallað Dumbshaf er hafsvæði norður af Íslandi, sem markast af Grænlandssundi í vestri, Grænlandshafi í norðri og Noregshafi í austri. [heimild vantar] Hafið er sjaldan merkt á landakort, enda er tilvist þess ekki viðurkennd af öllum þjóðum. Höfin þrjú, Grænlandshaf, Íslandshaf og Noregshaf kallast saman Norðurhöf.
Og er þeir komu norður fyrir Dumbshaf kom maður af landi ofan og réðst í ferð með þeim. Hann nefndist Rauðgrani. Hann var eineygur. Hann hafði bláflekkótta skautheklu og hneppta niður í milli fóta sér. | ||
Dumbshaf tekur nafn sitt af Dumbi konungi. Í upphafi Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá því að Dumbur sé faðir Bárðar. Svo er sagt um Dumb konung, að hann væri kominn af risakyni í föðurætt sína, en það fólk var vænna og stærra en annað fólk, en að móðir hans hafi verið af tröllaættum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Útskýring í Orðabók Blöndals:Havet mellem Norge og Island.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Íslandshaf.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.